244 milljónir utan heimalands

0
471
UNICEF Day for Children 2012

 UNICEF Day for Children 2012

13.janúar 2015. 244 milljónir manna í heiminum í dag búa í öðru landi en þeir eru fæddir í samkvæmt nýjum tölum Sameinuðu þjoðanna.

Þessi tala hefur hækkað um 41% frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem kynnt var í gær en þetta er töluverð hlutfallsleg fjölgun þótt fjölgun jarðarbúa á sama tíma sé tekin með í reikninginn.

„Fjöli farandfólks í heiminum hefur haldið áfram að fjölga,“ sagði Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann kynnti skýrsluna. „Árið 2000 voru 173 búsettir utan fæðingarlands síns, 2010 var fjöldinn kominn í 222 milljónir og í 244 milljónir á síðasta ári.“

Þetta jafngildir nærri hálfri íbúatölu Evrópusambandsríkjanna eða samanlögðum íbúafjölda Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Hollands.

Jan eliassonÍ þessari tölu eru 20 milljónir flóttamanna sem samkvæmt alþjóðalögum teljast ekki til farandfólks (migrants). „Þá má heldur ekki gleyma því að 40 milljónir manna eru flóttamenn innan landamæra heimalanda sinna,“ bætti Eliason við.

3.3% jarðarbúa árið 2015 teljast farandfólk samkvæmt þessari skilgreiningu en hlutfallið var 2.8% árið 2000. Í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu er þetta hlutfall yfir 10%, en í Afríku, Asíu,Suður-Ameríku og í Karíbahafinu er hlutfallið innan við 2%. Nærri helmingur fólksins fæddist í Asíu. 

Samkvæmt skýrslunni búa tveir þriðju hlutar farandfólksins í Evrópu (76 milljónir) og Asíu (75 milljónir), en Norður-Ameríka hýsir þriðja stærsta hópinn (54 milljónir).

Mynd: UNICEF