25 nýir staðir á heimsminjalista

0
424
UNESCO

UNESCO

 

 

 

 

 

 

 

 

Sameinuðu þjóðirnar hafa bætt 25 nýjum stöðum við Heimsminjalista UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Meðal nýútnefndu heimsminjastaðanna eru Bústaður erkibiskups réttrúnaðarmanna í Búkóvínu og Dalmatíu í borginni Tsjernivitsi í Úkraínu, Mannvirki skorin út úr stein í Altai í Mongólíu, Causses og Cévennes svæðið í Frakklandi og Dómkirkjan í León í Nikaragva.  

Afsaða var tekin til 35 tilnefninga á fundi Heimsminjanefndarinnar sem hélt 35. þing sitt í höfuðstöðvum UENSCO í París í síðustu viku.   Af 25 stöðum sem urðu fyrir valinu og töldust hafa “framúrskarandi gildi á heimsvísu” voru 21 menningarlegs eðlis, þrír af náttúrulegum toga og einn var hvort tveggja.
Tveir staðir, regnskógar í Hondúras og Indónesíu voru settir á sérstakan lista yfir Heimsminjar í hættu og einn staður Griðastaður dýraríkis í Manas á Indlandi var tekinn af listanum. Alls eru 936 staðir í heiminum á Heimsminjalistanum, þar á meðal Þingvellir.

Dómkirkjan í León.