Skilafresti í samkeppni Sameinuðu þjóðanna um bestu auglýsinguna í herferð á hendur ofbeldi gegn konum er nú lokið. Alls bárust rúmlega 2700 auglýsingar frá rúmlega 40 löndum í Evrópu, þar af 28 frá Íslandi.
Atkvæðagreiðsla er nú hafin á netinu á síðu keppninnar www.create4theun.eu. Hvert greitt atkvæði verður talið með sem aðgerð í herferðinni Segðu nei gegn ofbeldi gegn konum á vegum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (Say NO –UniTE).
Allir geta greitt atkvæði. Almennings kosning stendur yfir til loka júlímánaðar. Dómnefnd velur sigurvegara auglýsingakeppninnar sem fær 5000 evru verðlaun en sérstök verðlaun eru veitt fyrir sigurvegara almannakosningarnar svo og besta unga þátttakandann (undir 25 ára aldri.) Úrslit verða kynnt í september 2011.