3,4 milljörðum gríma hent á hverjum degi

0
798
Mynd: Dustan Woodehouse/Unsplash

Um það bil 3.4 milljörðum andlitsgríma er hent á hverjum einasta degi í heiminum. Tröllauknir ruslahaugar eru ein af aukaafurðum heimsfaraldursins. Í mörgum ríkjum enda andlitsgrímurnar í landfyllingum eða fjúka út í buskann. Og það þýðir að þær ljúka ferlinum í náttrúrunni. Það á ekki síst við um þróunarríki og Svíar ætla að beita sér á þessu sviði í þróunarsamvinnu sinni.

Milljarðar andlitsgríma eru ekki eina óæskilega mengunin af völdum heimsfaraldurins. Við bætast alls kyns einnota hlífðarföt, sprautur, tæki og tól til skimnar, umbúðir og fleira.

Mynd: Brian Yurasits/Unsplash

Þessi ár sem faraldurinn hefur staðið yfir hafa haugar af rusli safnast yfir sem nú eru farin að ógna umhverfinu og heilsu manna.

mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) samsvaraði þyngd ruslahaugs heimsfaraldursins á fyrstu mánuðunum til þyngdar 262 þúsund júmbóþotna. Og er þó aðeins reiknað því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa dreift til fátækari ríkja heims, aðallega í Afríku. Annar mælikvarði eru einnota grímurnar en 3.4 milljörðum er fleygt á hverjum degi.

Stór hluti rusalhaugarins er úr plasti og inniheldur ýmis mengandi efni. Þar sem víða skortir skilvirka sorphirðu, flokkun og endurnýtingu, endar allt þetta í landfyllingum eða fýkur um holt og hæðir og endar oft og tíðum í vatni.

40% endar á ruslahaugum

Þetta er vitaskuld hluti af stærra alheims-vandamáli sem eykst í takt við aukna neyslu. Um 40% afsorpi í heiminum enda á opnum ruslahaugum.

„Alls kyns efni úr sorpinu leka niður í grunnvatn. Þar að auki losnar mikið metangas, sem hefur gróðurhúsaáhrif og veldur loftslagsbreytingum,“ segir Ann -Carin Gripwall, samskiptastjóri hjá Avfall Sverige í viðtali við vefsíðuna OmVärlden.

Ef fram heldur sem horfir mun losun frá ruslahaugum vera 10% af allri losun gróðurhúsalofftegunda árið 2025.

Svíþjóð hefur talsverða reynslu af meðferð sorps og hefur í samstarfi við Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hleypt af stokkunum verkefni til stuðnings þróunarríkjum á þesu sviði. Avfall Sverige, samtök hreinsunardeilda sænskra sveitarfélaga, sinnir þannig jafnt tæknlegri ráðgjöf sem byggingu sorphreinsunarstöðva og samskiptum og rekstri.

Mynd: John Cameron/Unsplash

„Við höfum áður verið með tilraunaverkefni í Tianjin í Kína og starfað með fimm sveitarfélögum í Costa Rica og Kigali-borg í Rúanda, þar sem við höfum beitt sænskum lausnum við að bæta úrvinnslu sorps,“ segir Anna-Carin Gripwall.

Minnka ber ruslið

Svíþjóð er að mati Avfall Sverige í fremstu röð við sorpvinnslu, annað hvort í formi endurvinnslu eða orkufrmaleiðslu. Aðeins 1% endar á ruslahaugum.

„Stóra áskorunin fyrir okkur í Svíþjóð er að minna ruslið og sýna betur fram á það rusl sem skapast við framleiðslu vörunnar. Svo dæmi sé tekið þá hafa 86 kíló af sorpi orðið til við framleiðslu farsíma sem vegur aðeins 170 grömm,“ segir Anna-Carin Gripwall.