400 þúsund farmenn strandaglópar

0
544

Farmenn í heiminum eru nú tvær milljónir. Þeir eru oft og tíðum á sjó langtímum saman og vinna við erfiðar aðstæður. Vinna þeirra krefst oft mikilla fórna jafnt fyrir sjómennina sjálfa sem og fjölskyldur þeirra.  Á alþjóðlegum degi farmanna,25.júní, er athyglinni beint að aðstæðum allra sæfarenda og framlag þeirra til alþjóðlegra viðskipta og efnahagslífs viðurkennt. 

 Um 90% alþjóðlegra vöruflutninga fer sjóleiðina. Starf farmanna er því þýðingarmikið og lykill að því að alþjóðleg viðskipti gangi greiðlega fyrir sig og alþjóðlegt efnahagslíf þrífist.

Sums staðar er farmönnum hætta búin. Sjórán eru tíð, til dæmis í Aden-flóa undan ströndum Sómalíu. Það er mikilvæg flutningaleið á milli Evrópu og Asíu.

 Réttindi farmanna

Árið 2006 steypti Alþjóða vinnumálastofnunin (International Labor Organization (ILO)) rúmlega 60 alþjóðlegum samningum sem lutu að flutningum á hafi í einn sáttmála um vinnuaðbúnað farmanna og híbýli um borð í skipum.h

Sáttmálinn felur í sér heildstæðustu alþjóðlegu reglur sem snerta farmenn, útgerðarmenn og heimalönd þeirra.

 Byrðar COVID-19

 Farmenn hafa orðið verulega fyrir barðinu á ferðatakamarkanir af völdum COVID-19. Í janúar 2021 var talið að 400 þúsund farmenn væru strandaglópar um borð í kaupskipum. Ráðningasamningar þeirra löngu útrunnir án þess að þeir komist heim.

Farmenn hafa því verið í framlínu alþjóðlegra viðbragða við heimsfaraldrinum. Oft og tíðum hafa þeir mátt þola erfið starfsskilyrði. Óvissa hefur ríkti um aðgang að höfnum, birgðum, áhafnaskipti og heimflutninga.

 Sanngjörn framtíð farmanna

Í ljósi þessa var mál málanna á síðasta ári að fá viðurkennda stöðu farmanna sem lykilstarfsmanna og greiða fyrir ferðum þerirra, þar á meðal við áhafnaskipti.  Á Alþjóðlegum degi farmanna eru ríkisstjórnir enn hvattar til að styðja við bakið á farmönnum til að framtíð farmanna einkennist af sanngirni.

Herferð undir myllumerkinu #FairFuture4Seafarers snýst um málefni sem munu verða áfram í deiglunni að loknum heimsfaraldri. Málefnin sem sjónum verður beint að eru sanngirni í garð farmanna, viðunandi vinnu-umhverfi, þjálfun og öryggi. Allt er þetta í samræmi við Sáttmála ILO um vinnu á hafi úti frá 2006.