42 þúsund flýja á hverjum degi

0
455
Syrian refugee. Flickr Bengin Ahmad Creative Commons

Syrian refugee. Flickr Bengin Ahmad Creative Commons

20.júní 2015. Fjöldi þeirra sem hafa orðið að flýja heimili sín í heiminum, hefur ekki verið meiri síðan í Síðari heimsstyrjöldinni.

Ástæðurnar eru ekki síst hin langvarandi átök í Sýrlandi, auk ástandsins í Írak, Úkraínu, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýðveldinu, norðaustur Nígeríu og hlutum Pakistan.

Western Sahara refugees Flickr United Nations PhotoÁ hverjum degi á síðasta ári lentu fjörutíu og fimm þúsund manns á vergangi með einum eða öðrum hætti, hvort heldur sem er með því að flýja til annara landa og leita hælis eða leita griðastaðar fjarri heimilum sínum í heimalandi sínu. Þessi fjöldi hefur fjórfaldasta á jafnmörgum árum.

Fjöldi þeirra flóttamanna sem gat snúið heim, var einnig hinn minnsti í meir en fjóra áratugi.

59.5 milljónir manna í heiminum fylla nú flokk flóttamanna, ýmist vegna styrjalda, mannréttindabrota eða nátturuhamfara, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Á Alþjóðadegi flóttamanna, 20.júní 2015 leitast Sameinuðu þjóðirnar við að efla vitund fólks um fórnarlömb styrjalda og ofsókna. 

„Fóttamenn eru venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdstjóri samtakanna í ávarpi í tilefni dagsins. „Þeir hafa lifað venjulegu lífi, allt þar til þeim hefur verið stökkt á flótta og eiga þann heitasta draum að geta snúið aftur til venjulegs lífs. 86% allra flóttamanna eru frá þróunarríkjum og nú þegar sjóðir mannúðarsamtaka eru þurrausnir, er alþjóðleg samstaða nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr í því skyni að koma flóttafólki til hjálpar og létta á byrðum þeirra sem skotið hafa yfir það skjólshúsi.“

Mynd: Efri myndin er af sýrlenskum flóttamanni, en sú neðri af flóttafólki frá Vestur-Sahara.