5 ár frá því andóf í Bahrain var barið niður

0
422
Zaynab Al Khawaja. Photo Prachatal Flickr 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

Zaynab Al Khawaja. Photo Prachatal Flickr 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

16.mars 2016. Stjórnvöld í Bahrain hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir mannréttindabrot á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en fimm ár eru nú liðin frá því andóf gegn einveldi braust út í landinu.

Óeirðir brutust út í Bahrain þegar þess var minnst að fimm ár eru liðin frá því að andófið var brotið vá bak aftur með vopnavaldi  þar sem innlend yfirvöld nutu aðstoðar hersveita  frá nágrannaríkinu Saudi-Arabíu.

Þekkt andófskona, Zaynab Al-Khawaja, hefur verið fangelsuð ásamt eins árs gömlum syni sínum. Hún er þekkt á Twitter sem @angryArabiya en hún er dóttir andófsmannsins  Abdulhadi Al-Khawaja.  

Zeid picture resized 2Zeid Ra’ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Bahrain í ræðu hjá Mannréttindaráði samtakanna 10.mars og sagðist hafa áhyggjur af málamynda aðgerðum stórnvalda í mannréttindamálum og sagði að það væri ekki nóg að staðfesta mannréttindasáttmála og láta þar staðar numið.

Að sögn Zeid er brýnt að fylgja þessu eftir og auka frelsi og mannlega reisn íbúanna. „Efla þarf réttindi einstaklinga..Mannréttindastarf er annað og meira en almannatengsla-átak til að bæta ímynd ríkisins á erlendum vettvangi. ”

Zainab Al-Khawaja, hefur þegar verið í fangelsi í hálft annað ár og á yfir höfði sér að minnsta kosti þriggja ára fangelsi því hún er ákærð fyrir fjölmörg brot. Hún hefur meðal annars rifið ljósmynd af konungi Bahrain. Barátta hennar og uppreisnin í Bahrain eru umfjöllunarefni myndarinnar We Are The Giant”.

Nokkur Evrópu-ríki þar á meðal Svíþjóð og Bretland hafa sætt gagnrýni mannréttindasamtaka fyrir að halda áfram vopnasölu til Bharian, enda séu vopnin notuð til að berja niður uppreisnina. 

 Mynd: Zaynab Al-Khawaja.Prachatal Flickr 2.0 Generic (CC BY-NC-ND 2.0).jpg 

Zeid Ra’ad Hussein, UNRIC