5 hlutir sem þú vissir (kannski) ekki um matarsóun og hungur

0
87
Mec Sinat 36 ára gömul kambódísk bóndakona á leið á markað með vörur sínar.
Mec Sinat 36 ára gömul kambódísk bóndakona á leið á markað með vörur sínar. Mynd: WFP

Sóun matvæla. Matarsóun. Hungur í heiminum snýst ekki eingöngu um matarskort. Næg matvæli eru framleidd í heiminum í dag til að brauðfæða hvert mannsbarn.

Hins vegar er fimmta hluta allra matvæla sem framleidd eru sóað eða þau glatast áður en þeirra er neytt.

Í mörgum auðugum ríkjum er matvælum sóað í eldhúsinu, þegar við eldum mat sem enginn borðar, eða hann skemmist í ísskápum eða í geymslu.

Matur á Matarsóunarráðstefnu Norðurlanda 2022
Matur á Matarsóunarráðstefnu Norðurlanda 2022. Mynd: Lars Dareberg/Norden.org

Uppskera glatast

Milljónir manna í þróunarríkjum glíma við þann vanda að matvæli tapast á uppskerutíma. Meindýr gæða sér á uppskerunni eða hún hún myglar í ófullnægjandi geimslurými. Skortur á tækni(kunnáttu) og markaðsaðgangi verður til þess að bændur geta ekki annað en horft upp á uppskeruna skemmast á ökrum úti.

Auk varanlegrar fátæktar, átaka og efnahagslegra áfalla eru töpuð matvæli ein af rótum hungurs í heiminum. Til að bæta gráu ofan á svart eru það ekki aðeins matvælin sem glatast heldur einnig þær auðlindir sem notaðar voru til að framleiða þau, svo sem land, vatn og orka.

Hér eru fimm grundvallar-staðreyndir.

  1. Einn fimmti matvæla sem framleiddur til neyslu glatast eða er sóað í heiminum. Þetta samsvarar einum milljarði máltíða á dag.
  2. Samanlagður kostnaður af töpuðum eða sóuðum matvælum fyrir hagkerfi heimsins er talinn nema um það bil einni trilljón Bandaríkjadala.
  3. Allt að 10% losunar gróðurhúsalofttegunda fór í að framleiða matvæli sem tapast eða er sóað og koma engum að gagni. Þetta er næstum því fimm sinnum meira en öll losun flug-iðnaðarins í heiminum.
  4. 60% matarsóunar gerist inni á heimilum.
  5. Matarsóun er mest í heitum löndum, hvort heldur sem er á heimilum eða úti á ökrum. Hár lofthiti gerir geymslu, vinnslu og flutning matvæla erfiðari.

Eitt af heimsmarkmiðunum

Minnkun matarsóunar um helming fyrir 2030 er eitt af helstu verkefnum Sameinuðu þjóðanna og er eitt af 17 Heimsmarkmiðunum

Matvælaáætlun samtakanna  (World Food Programme (WFP)) aðstoðar bændur við að bæta vinnslu og geymslu uppskeru með þjálfun og niðurgreiddum vatns og loftheldum geimbslubúnaði.

Margret (52) og Tatenda Macheka frá WFP ræðast við á akri nærri Masvingo í Zimbabwe.
Margret (52) og Tatenda Macheka frá WFP ræðast við á akri nærri Masvingo í Zimbabwe. Mynd: WFP.

WFP berst einnig gegn matarsóun með því að greiða fyrir aðgangi að staðbundnum mörkuðum. Skólamáltíðir WFP nýta uppskeru hvers héraðs. Víða er unnið með einstökum samfélögum við að byggja eða endurreisa vegi og brýr, auk birgðastöðva.

En við höfum öll hlutverki að gegna við að minnka matvælatap og sóun, þó ekki væri nema vegna þeirra auðlinda og losunar, sem annars fara til spillis við framleiðsluna.

Sjá einnig hér og hér.