Að uppræta bólusótt

0
927
Bólustótt, 75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (32) ??

UN75Bólusótt er fyrsti og eini sjúkdómur sem hefur verið útrýmt alls staðar í heiminum. Bólusótt hafði fram að því herjað á mannkynið í 3000 ár. Hafði hún orðið 300 milljónum manna að bana á tuttugustu öldinni einni, eða 4 milljónum á ári.

Sigur

Þrettán ára átaki undir forystu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) lauk með því að því var lýst yfir að bólusótt hefði verið útrýmt á jörðinni árið 1980. Fyrir utan öll mannslífin sem bjargað hefur verið, er talið að einn milljarður Banaríkjadala sparist á ári vegna bólusetninga og eftirlits. Það er þrisvar sinnum meira en herferðin til að útrýma þessum vágesti kostaði í heild.

Mörg þeirra grundvallarúrræða í lýðheilsu sem notuð voru í sigursælli baráttu til að vinna bug á bólusótt hafa verið notuð gegn Ebola og COVID-19. Nefna má  eftirlit, greiningu, rakningu og upplýsingaherferðir til að virkja almenning sem á í hlut.

8.maí 2020 fagnaði WHO 40 ára afmæli sigursins gegn bólusótt. Gefið var út frímerki á vegum Sameinuðu þjóðanna til að minnast þessa í samvinnu við WHO. Frímerkið er til heiðurs þeim milljónum manna sem störfuðu saman í baráttunni, jafnt veraldarleiðtogar og alþjóðlegar stofnanir sem sveitlæknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn.

MótumFramtíðOkkar   #UN75