60% barna ekki skráð við fæðingu

0
525

unicefphoto

11.desember 2013. Fæðingar nærri 230 milljóna barna í heiminum í dag hafa aldrei verið skráðar. Þetta jafngildir að þriðja hvert barn undir fimm ára aldri í heiminum hefur aldrei verið skráð og er því opinberlega “ekki til”, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. 

“Skráning fæðinga er ekki bara spurning um réttindi. Með því að skrá barnið viðurkennnir samfélagið tilveru barnsins og persónu þess,” segir Geeta Rao Gupta, varaforstjóri UNICE. . “Skráningin er svo lykill að því að tryggja að barnið gleymist ekki, því sé meinað um réttindi eða teljist ekki með þegar staða landsins er metin.” 

Árið 2012 voru aðeins um 60% barna í heiminum skráð við fæðingu. Hlutfallið er mishátt eftir heimshlutum og er lægst skráningatíðnin í suður Asíu og Afríku sunnan Sahara.