Að berjast gegn hungri í heiminum

0
959
AO Landbúnaðar og matvælastofnun SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (49) ??

75 ára afmæli SÞ

Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er í fararbroddi í viðleitni heimsins til að brjóta hungur í heiminum á bak aftur. Markmiðið um að tryggja fæðuöryggi um allan heim er kjarni starfs stofnunarinnar.

Það felur í sér að fólk hvarvetna hafi reglulegan aðgang að hágæða matvælum til að lifa virku og heilbrigðu lífi.  FAO er hlutlaus vettvangur þar sem allar þjóðir hittast á jafnréttisgrundvelli til að semja um og ræða stefnumótun. FAO leggur líka sín lóð á vogarskálarnar til að bæta landbúnað. En einnig er nýting skóga og sjávarútvegur á hennar könnun. Markmiðið er markmiði að vernda náttúruauðlindi og bæta næringu.

Hungur

Fjórðungur milljarðar manna er á barmi hungurs og því er brýnna aðgerða þörf til að útvega matvæli og mannúðaraðstoð til þeirra staða þar sem hættan er mest.

Á sama tíma er róttækra breytinga þörf í matvæla- og landbúnaðarkerfi heimsins til að brauðfæða 820 milljónir manna sem líða hungur og tvo milljarða sem bætast við íbúafjölda heims fyrir 2050.

Aukin framleiðni I landbúnaði og sjálfbær matvælaframleiðsla eru þýðingarmikil til að halda hungurvofunni í skefjum.

MótumFramtíðOkkar  #UN75