68.Allsherjarþingið hafið

0
463

 

 

Allsherjarþing
17.september 2013. Framtíð þróunarsamvinnu og hinar árlegu almennu umræður veraldarleiðtoga munu bera hæst við upphaf 68. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst í dag.

 

Að lokinnni fyrstu vikunni sem er helguð opinni umræðu, rekur hver atburðurinn annan þar sem hátt settir aðilar koma við sögu. Mánudaginn 23.september verða umræður með þátttöku háttsettra aðiila um fatlað fólk og framtíð þróunarmála þegar Þúsaldarmarkmiðin heyra sögunni til, 2015. 

Árlegar umræður veraldarleiðtoga eða almennar umræður Allsherjarþingsins (general debate) um ástand heimsmála hefjast 24.september og lýkur 1.október. Til hliðar við almennu umræðurnar verður haldinn hátt settur vettvangur um sjálfbæra þróun til að ræða niðurstöður Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (Rio+20) hinn 24.september.

Daginn eftir 25.september boðar forseti Allsherjarþingsins til sértakrar samkomu um eftirfylgni við Þúsaldarmarkmiðin um þróun eftir 2015. 26.september er röðin svo kominn að fundi hátt settra um kjarnorkuafvopnun.
Enn eru hátt settir á ferðinni þegar Allsherjarþingið ræðir alþjóðlega fólksflutninga og þróun, dagana 3.og 4.október. Kastljósinu verður einkum beint að þeim hag sem jafnt upprunalönd farandstarfsfólk sem áfangastaðir þeirra hafa af vistaskiptunum auk þess að reyna að draga úr neikvæðum áhrifum.  
Skömmu síðar eða mánudaginn 7.október og þriðjudaginn 8.október eru svo haldnar í sjötta skipti umræður hátt settra um fjármögnun þróunar.  

Nánari upplýsingar um sjálft Allsherjarþingið má svo nálgast hér.

Mynd: Fráfarandi forseti Allsherjarþingsins Vuk Jeremić, frá Serbíu afhendir arftaka sínum John Ashe frá Antigua og  Barbuda fundarhamarinn. Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri klappar þeim lof í lófa. SÞ-mynd/Evan Schneider