7 milljarðar annara

0
501

Introductioncoeur 0
21. maí 2013 Menning er snarþáttur í líf okkar allra, hvort heldur sem er bókmenntir, kvikmyndir eða myndlist. Menningin er grundvöllur siðferðis, hefða og trúar. Hún getur brúað bil en getur því miður einnig orðið til þess að stýja fólki í sundur.

Þrír af hverjum fjórum átökum í heiminum eiga sér einhvers konar menningarlegar rætur. Af þeim sökum er það enn mikilvægara en ella að hlúa að brúarsmíði á milli menningarheima í því skyni að hlúa að friði, stöðugleika og þróun. Þar er veigamikill þáttur að skilja aðra menningu og menningarlegan fjölbreytileika til að bæta samvinnu á milli þjóða og hindra flokkadrætti og uppræta neikvæðar staðalímyndir.

Í ár höldum við í tíunda sinn upp á Alþjóðlegan dag Sameinuðu þjóðanna sem tileinkaður er menningarlegum fjölbreytileika í þágu samræðu og þróunar.

Menning og fjölbreytileiki hennar eru að vísu ekki beinn hluti af Þúsaldarmarkmiðunum um þróun (MDGs) en eiga þó sinn þátt í að hraða þróuninni í þá átt að þau verði uppfyllt, segir Irina Bokova, forstjóri UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
“Að viðurkenna og styðja menningarlegan fjölbreytileika getur stutt viðleitni til að takast á við efnahagslegan og mannréttindalegan þátt fátæktar. Þarna má finna frjóan jarðveg fyrir marghliða lausnir á flóknum vandamálum allt frá heilbrigðismálum til umhverfisins og frá jafnrétti kynjanna til menntunar í þágu allra.”

UNRIC kynnir í dag nýtt samstarfsverkefni með “Sjö milljörðum annara”. Á nokkrum alþjóðlegum dögum mun UNRIC í samvinnu við GoodPlanet stofnunina birta myndbrot sem eiga rætur að rekja til verkefnisins 7 milljarðar annara. Maðurinn að baki verkefninu er franski ljósmyndarinn Yann Arthus-Bertrand en hann lét taka 6 þúsund viðtöl í 84 löndum til þess að draga upp mynd af draumum, ótta, gleði, átökum og vonum jarðarbúa í því skyni að sýna fram á hvað tengir upp og hvað skilur okkur að.