70 ára afmæli SÞ minnst

0
475
UNBlue OperaHouse
UNBlue OperaHouse
24. október 2015. Sjötíu ár eru í dag liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. 
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna gekk í gildi 24.október 1945, en hann var samþykktur og undirritaður í júlí sama ár. Í tilefni dagsins eru byggingar og minnismerki lýst upp í hinum bláa einkennislit samtakanna og riðu andfætlingar okkar í Ástralíu á vaðið og brugðu blárri birtu á Óperuhúsið í Sidney.
Hér heima munu Tónlistarhúsið Harpa, Stjórnarráð Íslands, Ráðhúsið í Reykjavík og Friðarsúlan í Viðey ljóma í blábjörtu en einnig verður bláum ljósum beint að Kínamúrnum, Empire State Building í New York, Hermitage safninu í Rússlandi, fornleifasvæðinu í Petra í Jórdaníu, Skakka turninum í Pisa, Edinborgar kastala í Skotlandi og Alhambra á Spáni, svo eitthvað sé nefnt.
Á Norðurlöndum verða Litla hafmeyjan og Tivolí í Kaupmannahöfn, Ráðhús Oslóar, Globen í Stokkhólmi og Dómkirkjan í Helsinki umlukin blárri birtu. Nánar um herferðina sjá hér. Við hvetjum ykkur til að taka mynd ef þið eigið leið framhjá og merkja með myllumerkjunum ‪#‎UNAIceland‬ ‪#‎UNBlue‬ ‪#‎UN70‬.
 Við munum fagna þessum tímamótum með afmælisráðstefnu næstkomandi föstudag30.október í Iðnó kl. 13-16, þar sem farið verður yfir þátttöku Íslands á sviði samtakanna í gegnum árin undir yfirskriftinni: „Sterkar sameinaðar þjóðir – betri