7.6 milljónir deyja úr krabbameini á ári

0
425

cim laboratory

4. febrúar 2013. Meir en helmingur allra landa eiga í erfiðleikum með að hindra útbreiðslu krabbameins og útvega meðferð og vlangtíma umönnun sjúklinga.

Þetta kemur fram í nýlegri könnun Alþjóðaheilbrgiðismálastofnunarinnar (WHO), fyrir Alþjóða krabbameinsdaginn sem er í dag. Þetta þýðir að eins og sakir standa, búa þessi ríki ekki yfir virkri krabbameinsáætlun sem felur í sér að greina krabbamein á frumstigi, að hindra útbreiðslu krabbameins, meðferð og umönnun. Það er brýn þörf á að hjálpa ríkjum til að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins og útvega langtímaumönnun til að komast hjá þjáningum sjúklinga og vernda félagslega- og efnahagslega þróun ríkja.
Krabbamein er helsta dauðaorsök heimsins. 7.6 milljónir létust af völdum krabbameins árið 2008 og á hverju ári greinast 13 milljónir með krabbamein. Nú þegar greinast tveir þriðju hlutar tilfella í þróunarríkjum þar sem krabbameinstilfellum fjölgar ógnvænlega mikið. Rannsóknir benda til að þriðjung dauðsfalla af völdum krabbameins megi rekja til yfirstíganlegra orsaka svo sem reykinga, offitu, ofneyslu áfengis og smits. Lækna má margar tegundir krabbameins, greinist það nógu snemma, svo sem brjósta- og leghálskrabbamein.
„Krabbamein ætti hvergi að vera neinn dauðadómur þar sem það eru margar aðferðir sem sannanlega duga til að hindra og lækna margar tegundir krabbameins,” segir dr Oleg Chestnov, aðstoðarforstjóri WHO.