768 kílómetra elding sú lengsta í sögunni

0
521
Eldingar
Mynd: Ziemowit Porębski

Alþjóða veðurfræðistofnunin (WMO) hefur nú staðfest að tvö eldingamet sem tilkynnt hafði verið um til stofnunarinnar. Í fyrra tilfellinu er um að ræða eldingu í suðurríkjum Bandaríkjanna 29.apríl 2020 sem nú hefur verið staðfest að hafi verið 768 kílómetra löng. Þetta er álíka og vegalengdin frá Reykjavík til Þórshafnar í Færeyjum eða Hamborg til Lundúna.

Hitt metið snýst um þann tíma sem einstök elding hafi varað. Elding sem varð yfir Úrúgvæ og norðurhluta Argentínu 18.júní 2020 mældist rétt rúlega 17 sekúndna long.

60 kílómetrum lengri

Nýja lengdarmet eins einstaks eldingarblossa er 60 kílómetrum lengra en fyrra met frá 2018. Sama gildir um tímametið að skammt er stórra högga á milli. Síðasta met var rúmlega árs gamalt en tæplega 17 sekúndna eldinga var í Argentínu 4.mars 2019.

„Þetta eru mögnuð met hvað einstaka eldingablossa varðar,” segir Randall Cerveny hjá WMO.

„Öfgar í umhverfinu eru lifandi mælitæki yfir afl náttúrunnar, auk vísindalegra framfara í mælingum.”

Mannskæðar eldingar

Eldingar
Mynd: NOAA

Petteri Taalas forstjóri WMO minnir á að eldingar kosta mörg mannslíf. “Þessi met minna okkur á að vera á varðbergi gagnvart rafmögnuðum skýjum því eldingar geta ferðast afar langt.”

Mesta manntjón sem orðið hefur af völdum einnar einstakrar eldingar varð í Simbabve 1975 þegar 21 lést.

Hins vegar fórust 469 í Egyptalandi 1994 óbeint af völdum eldingar. Þá laust eledingu niður olíugeymum með þeim afleðingum að brennandi innihaldið flæddi yfir bæinn Dronka.