80 af hundraði jarðarbúa njóta engrar félagslegrar verndar í ellinni

0
443

Áskoranir og tækifæri efri áranna eru þema 1. október alþjóðlegs dags eldra fólks að þessu sinni.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á í ávarpi sínu í tilefni dagsins að 80% eldra fólks í heiminum njóti engra félagslegra réttinda í ellinni. “Það þarf sannarlega að lyfta Grettistaki til að tryggja efnahagslegan stuðning við eldra fólk sem fjölgar ört í heiminum. Þörf er á sjálfbærum lífeyrisáætlunum og nýjum félagslegum aðgerðum sérstaklega í þróunarríkjum,” segir Ban Ki-moon. 

. Framkvæmdastjórinn bendir á að ekki megi gleyma því að lífslíkur í næstum öllum heimshlutum hafi aukist, þökk sé bættri heilsugæslu. “Eldra fólk í dag hefur mun meiri tækifæri til að láta gott af sér leiða í samfélaginu eftir að hafa náð þeim eldri þegar hefðbundið er að setjast í helgan stein…Litið var á eldra fólk sem byrði áður fyrr en í sívaxandi mæli er talinn akkur í því að geta nýtt sér reynslu þess.”