82 milljónir manna eru á flótta

0
705

82.4 milljónir manna voru á flótta í heiminum við  lok síðasta árs, 2020. Flóttamenn eru hvarvetna á meðal þeirra sem höllustum fæti standa. Alþjóðlegi flóttamannadagurinn er haldinn 20.júní ár hvert til þess að sýna þeim stuðning sem hafa neyðst til að flýja heimkynni sín. 

Á þessum degi vottum við flóttamönnum virðingu okkar. Þeir hafa sýnt hugrekki og þolgæði á flótta undan átökum eða ofsóknum. Þessi dagur er tækifæri til að byggja brýr og sýna flóttamönnum samúð og skilning. Þeir eiga skilið aðdáun fyrir það þolgæði sem þeir hafa sýnt við að endurbyggja líf sitt.

Alþjóðlegi flóttamannadagurinn var fyrst haldinn á vegum Sameinuðu þjóðanna 20.júní 2002 til að minnast fimmtugsafmælis Alþjóðasamningsins um stöðu flóttamanna.

 Byrðar COVID-19

 Heimsfaraldurinn hefur enn þyngt byrðar flóttamanna. Hann hefureinnig ííþyngt þeim sem reyna að koma þeim til hjálpar, vernda þá eða hjálpa þeim að komast heim og hefja nýtt líf.

Margir þeirra sem flosnað hafa upp, bjuggu þegar við erfiðar aðstæður. Margir höfðu ekki aðgang að heilbrigðiskerfi eða félagslega kerfinu þar sem þeir voru niður komnir. Einmitt þessi atriði hafa verið þung á metunum við að minnka áhættuna á smiti og fást við afleiðingar faraldursins.

„Heimsfaraldurinn hefur þurrkað út lífsviðurværi margra flóttamanna, haft í för með sér að þeir hafa verið smánaðir og gerðir að blórabögglum. Þeir hafa verið útsettir fyrri smit í ríkari mæli en flestir aðrir,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni Flóttamannadagsins.

Flóttamönnum fjölgaði um 3 milljónir á árinu 2020 og voru 84.2 milljónir í árslok að því er fram kemur í árlegri skýrslu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Takið þátt í Alþjóðlega flóttamannadeginum og styðjið flóttamenn um allan heim.