Allsherjarþingið hafið

0
514

Sjötugasta og sjötta Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst af fullum krafti í dag með árlegum almennum umræðum þjóðarleiðtoga. Samkvæmt venju ríður forseti Brasilíu á vaðið og forseti Bandaríkjanna, gistiríkisins, fylgir í kjölfarið.

Hægt er að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu hér. Þær hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma eftir að aðalframkvæmdastóri Sameinuðu þjóðanna hefur gefið skýrslu um starf samtakanna.

Þolgæði

Þema umræðnanna er að „Byggja upp þolgæði í krafti vonar“ (Building Resilience through Hope) en hún fer fram í skugga COVID heimsfaraldurisns og óöryggis í heiminum.  Við upphaf allsherjarþingsins verður lögð áhersla á brýnar, metnaðarfullar aðgerðir til höfuðst heimsfaraldrinum. Tryggja þarf jafna og ræna endurreisn og skjótari framkvæmd Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Auk almennu umræðnanna er ástæða til að beina sjónum að sérstökum leiðtogafundum innan vébanda Allsherjarþingsins um fæðukerfi (23.september) og um orkumál (24. september), auk sérstaks fundar öryggisráðsins um loftslagsbreytingar og öryggismál (23.september).