Á bakvið tölurnar leynist sársauki hverrar konu

0
421
alt

Ekkert lát er á ofbeldi gegn konum heiminum og oft er það hulið leyndarhjúp og þaggað niður, segir oddviti mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum. Mannréttindafulltrúinn segir ekkert ríki hafa komist nærri því að uppræta þennan ófögnuð en hvetur hvern einasta samfélagsþegn til að leggja sitt af mörkum til að stöðva slíkt ofbeldi.

alt

Suður-Afríska leikkonan Charlize Theron, er einn friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Hér heimsækir hún fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis á Panzi sjúkrahúsinu í Lýðveldinu Kongó. SÞ-mynd: Marie Frechon.

 

Navi Pillay, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna vitnaði í tölur samtakanna máli sínu til stuðnings en þær benda til að í sumum ríkjum séu 60% kvenna beittar ofbeldi að minnsta kosti einu sínni á lífshlaupinu. 

“Slíkar tölur eins sláandi dæmi og þær eru um hve viðvarandi þetta vandamál er; mega ekki hylja þann skaða sem hvert ofbeldisatvik veldur í lífi þeirrar konu eða stúlku sem á í hlut. Á bakvið tölurnar leynist sársauki hvers einstaklings,” segir Navi Pillay í ávarpi sínu í tilefni Alþjóðlegs dags helguðum upprætingu ofbeldis gegn konum, 25. nóvember.