Á réttri leið til að uppræta mýraköldu

0
769
Malaría
Mynd: Егор Камелев / Unsplash

Mýrakalda (malaría) er lífshættulegur skjúdómur. Milljónir smitast af mýraköldu ár hvert og hundruð þúsunda deyja. Sníkjudýr valda sjúkdómnum, en sýktar moskítóflugur bera hann á mlli. Þótt COVID-19 hafi herjað á mannkynið hefur umtalsverður árangur náðst í að uppræta sjúkdóminn. 25.apríl er Alþjóðlegur dagur mýraköldu.

Smit berast með biti kvendýrs svokallaðra  Anopheles moskítóflugna. Einkenni gera vart við sig tíu til fimmtán dögum eftir að smituð moskítófluga bítur og fela þau í sér hita, höfuðverk og kuldaköst.     

Malaría
Егор Камелев / Unsplash

Árið 2019 voru talin vera 229 milljón mýraköldutilfelli í heiminum, og létust 409 þúsund. Þegar börn veikjast alvarlega getur sjúkdómurinn valdið blóðleysi, öndunarerfiðleikum eða þá að hann leggst á heilann. Fullorðnir geta orðið fyrir bilun í fleiri en einu líffæri.  

Hægt að hindra

Hægt er að koma í veg fyrir mýraköldusmit og hann er hægt að lækna.  Í ávarpi á Alþjóðlega mýraköldudeginum 25.apríl bendir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna   á mikilvægi varanlegrar fjármögnunar, öflugs eftirlitskerfis og virkni samfélag í baráttunni gegn sjúkdómnum

„Við getum náð því sameiginlega markmið okkar að útrýma mýraköldu með öflugu pólitísku átaki, hæfilegri fjárfestingu og réttri blöndu aðferða.“

Árangur hefur náðst í þessari baráttu. Frá 2000 til 2019 hefur ríkjum með færri en 100 innlend smit fækkað úr 27 í 6. Þrátt fyrir COVID faraldurinn hafa mörg ríki haldið áfram árangursríki baráttu gegn mýraköldu.    

Malaría
Moskítónet eru víða mikilvæg. Mynd: Drew Colins/Unsplash

„Þrátt fyrir COVID og allar þær kreppur sem faraldrinum hafa fylgt, hafa sífellt fleiri ríki þokast nær því takmarkið að losna undan oki mýraköldunnar,“ sagði Guterres.

Árangur náðst

Sem dæmi má nefna að í febrúar á þessu ári, 2021, lýsti Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) El Salvador formlega mýraköldu-laust ríki, hið fyrsta í Mið-Ameríku. Til þess að teljast mýraköldu-laust, ber viðkomandi ríki að sýna fram á að útbreiðsla mýraköldu hafi verið brotin á bak aftur þrjú ár í röð.

WHO studdi við bakið á 21 ríki í átaki sem nefnist E-2020. Það miðar að því að ekkert mýraköldusmit  finnist í ríki fyrir 2020.  Önnur ástæða til bjartsýni eru nýjar fréttir af árangursríkri tilraun teymis við Oxford-háskóla. Bóluefni teymisins reyndist virka í 77% tilfella við mýraköldusmiti samkvæmt fréttum BBC.