Að berjast gegn fátækt í dreifbýli

0
592
Fátækt í dreifbýli

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (10) ??

SÞ75 logo
IFAD – Alþjóða landbúnaðarþróunarsjóðurinn lánar örsnauðu fólki í dreifbýli eða veitir þeim styrki. Frá 1978 hefur IFAD fjárfest fyrir meir en15 milljarða Bandaríkjadala. Markmiðið er að 430 milljónir kvenna og karla geti ræktað og selt meiri matvæli, aukið tekjur sínar og séð fyrir fjölskyldum sínum. IFAD styrkir nú meir en 240 verkefni og áætlanir í 147 ríkjum.

Fjöldi fólks sem býr við sárafátækt hefur minnkað um helming frá 1990. Enn lifa þó 736 milljónir við sárustu fátækt. Hún er samkvæmt skilgeiningu að hafa minna en 1.90 Bandaríkjadal til að lifa af á dag. Sárafátækt er að mestu bundin við dreifbýli og fólk sem treystir á landbúnað sér til lífsviðurværis og fæðuöryggis.

Vandi dreifbýlis

Dreifbýlisbúar þurfa oft að kljást við menntunarskort og óburðuga innviði. Oft hafa þeir hvorki möguleika né þekkingu til að nálgast tækni og markaði sem gætu aukið framleiðni þeirra og tekjur. En það er hægt að binda enda á hungur og fátækt í krafti sjálfbærs hagvaxtar fyrir 2030. Eitt skilyrðanna tili þess að svo megi verða er hagvöxtur sem hvílir á mörgum stoðum og byggir á lágmarksfjárfestingum og stefnumörkun.

FAO – Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna styður við bakið á ríkjum til að þau geti þróað staðreyndamiðaðaar áætlanir, stefnumið og stjórnunanaráætlanir til að ná heimsmarkmiði númer eitt um Enga fáækt og markmiði númer tvö um Ekkert hungur.

Í þessu felst líka að ýta undir uppyggingu sem miðar að þátttöku sem flestra, betri aðgang að landi og auðlindum og jafnrétti kynjanna.

Sjá nánar hér: http://www.fao.org/policy-support/policy-themes/rural-poverty-reduction/en/