Að greiða fyrir menningarlegum samskiptum

0
629
Academic impact UNESCO

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (19) ??

SÞ75 logo

UNESCO, Mennta-, vísinda-, og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur glætt mennta- og vísindasamvinnu í heiminum. Hún hefur sinnt verndun menningarlegrar arfleifðar og eflt menningarlega tjáningu, þar á meðal minnihlutahópa og frumbyggja. Jafnréttisskólinn er nú rekinn í tengslum við UNESCO en var áður hluti af Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Academic Impact

1300 akademískar stofnanir hafa tekið höndum saman innan Hinnar akademísku stoðar Sameinuðu þjóðanna (The United Nations Academic Impact (UNAI)) til að vinna að framgangi hugsjóna samtakanna með ýmsum aðgerðum og rannsóknum með sameiginleg markmið um vitsmunalega félagslega ábyrgð að leiðarljósi.

Verk þessara stofnana eru þýðingarmikil í þeirri viðleitni að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Þær þjóna sem hugmyndasmiðjur og  vinna að nýsköpun og lausnum til að mæta þeim fjölmörgu hnattrænu áskorunum sem við stöndum andspænis. Akademíska stoð Sameinuðu þjóðanna myndar tengsl á milli allra hlutaðeigandi til að greiða fyrir að alþjóðasamfélagið virki orku og sköpunargleði unga fólksins og rannsóknasamfélagsins í þágu mannkynsins.

Viðurkenna tengsl

Hver grein og viðfangsefni getur haft tengsl við starf Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar hvetja stofnanir til að viðurkenna þessi tengsl. Talið er að oft og tíðum geti stofnanir stutt Sameinuðu þjóðirnar, starf þeirra og markmið án verulegs aukins álags eða kostnaðar.

Sjá nánar hér: https://academicimpact.un.org/content/about-unai

MótumFramtíðOkkar #UN75