Að greiða fyrir flugumferð

0
740
Flugumferð

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa sett alþjóðlegar reglur um staðla sem snerta flugsamgöngur.  Alþjóða flugmálastofnunin (ICAO) er vettvangur samvinnu á öllum sviðum borgaralegs flugs. Hún setur staðla og reglur um öryggi, skilvirkni og vernd umhverfis í flugi.

SÞ75 logo

Alþjóðlegt flug var í fararbroddi á heimsvísu með því að setja sér heimsmarkmið um að losnu kolefnis myndi ekki fara fram úr hámarki ársins 2020. Auk þess skyldi nýting eldsneytis batna um 2% á ári. ICAO hefur stuðlað að því að samgöngur í lofti eru einn öruggasti ferðamátinn.

Árið 1947 ferðuðust 21 milljón manna með flugi og 590 létust í flugslysum. Árið 2013 ferðuðust 3.1 milljarður manna loftleiðina en aðeins 173 týndu lífi.