Að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna 

0
584
Alþjóða kjarnorkjmálastofnunin

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (25) ??

SÞ75 logo

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin (IAEA) er helsti milliríkjavettvangur um vísindalega- og tæknilega samvinnu á sviði kjarnorku. Hún styður við bakið á öruggri og friðsamlegri nýtingu kjarnorkuvísinda og tækni og stuðlar með því móti að alþjóðlegum friði og öryggi auk Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Í meir en sex áratugi hefur Alþjóða kjarnorkumálastofnunin (IAEA) haft eftirlit með notkun kjarnorku í heiminum. Sérfræðingar sannreyna hvort kjarnorkuhráefni sé eingöngu notað til friðsamlegra nota. Hingað til hefur IAAEA gert samninga um slíkt eftirlit við meir en 180 ríki.

Slagorð stofnunarinnar er “Atóm í þágu friðar og þróunar“. Markmið hennar er að sýna áþreifanlegan árangur í því að mæta alheimsáskorunum og efla heilbrigði, öryggis, velmegun og frið um allan heim.

Sjá nánar hér: https://www.un.org/un70/en/content/70ways/index.html

MótumFramtíðOkkar  #UN75