Að hlúa að lýðræði

0
652
Lýðræði

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (12) ??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Lýðræði er ein af grunnstoðum Sameinuðu þjóðanna. Samtökin styðja lýðræði með því að efla mannréttindi, glæða þróun og hlúa að friði og öryggi.

Frá því stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður 1945 hafa samtökin gert meira til að styðja lýðræði í heiminum en nokkur önnur alheimssamtök.

Sameinuðu þjóðirnar vinna að því að bæta stjórnarhætti. Þær fylgjast með framkvæmd kosninga. Samtökin styðja við bakið á borgaralegu samfélagi til að efla lýðræðislegar stofnanir og ábyrgðarskil. Samtökin hafa tryggt sjálfsákvörðunarrétt þjóða þegar nýlenduveldi hafa sleppt hendi af nýlendum. Aðstoðað við samningu stjórnarskráa þegar ríki hafa risið upp eftir átakatímabil.

Á meðal þess sem SÞ gera til að efla og styrkja lýðræðislegar stofnanir og starfshætti um heim allan er að hjálpa fólki við að taka þátt í frjálsum og heiðarlegum kosningum. Samtökin hafa stutt kosningastarf í meir en 100 ríkjum, oft á þýðingarmiklum augnablikum í sögu þeirra.

Aðstoð við kosningar

Þannig skipulögðu Sameinuðu þjóðirnar eða fylgdust með tímamótakosningum í Kambódíu, El Salvador, Suður-Afríkum, Mósambík, Búrúndí og Timor-Leste. Á allra síðustu árum hafa Sameinuðu þjóðirnar veitt þýðingarmikla aðstoð við kosningar í Afganistan, Búrúndí, Lýðveldinu Kongó, Írak, Nepal, Sierra Leone og Súdan.

Fjölmargar stofnanir innan samtakanna eiga hlut að máli í lýðræðisstarfinu og má nefna Þróunarstofnunina (UNDP), Lýðræðissjóðinn (UNDEF), Stjórnmála- og friðaruppbyggingardeild aðalskrifstofunnar (DPPA), Skrifstofu Mannréttindastjórans (OHCHR) og Jafnréttisstofnunina (UN Women), auk annara.

MótumFramtíðOkkar #UN75