A-Ö Efnisyfirlit

Að lina þjáningar barns á jólunum

Láttu fé af hendi rakna í nafni þess sem þú vilt gefa jólagjöf.

Þetta er ekki aðeins góðverk í anda boðskapar Jólanna heldur getur einnig verið lausn á árlegum höfuðverk. Hvað á að gefa fólki sem ekkert skortir?

Ein hugmynd gæti verið sú að láta sveltandi börn í Jemen njóta góðs af Jólunum.

Heimaland þeirra Jemen á barmi hengiflugs og börn og fjölskyldur þeirra líða hungur. Rétt tæpar 16 miljónir manna fara í háttinn með tómann maga á jólanótt, en heimurinn er með hugann annars staðar.

En þú getur lagt þín lóð á vogarskálarnar um leið og þú sýnir hlýhug í garð ættingja eða vinar í verki með jólagjöf. Þú getur látið fé af hendi rakna (sjá  hér ) og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kemur matvælum til skila til sveltandi barna í Jemen.

En það er marg tannað sem kemur til greina. UNICEF,Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna rekur öflugt hjálparstarf, meðal annars í Jemeno hægt er að styðja það með Sönnum gjöfum sem innihalda næringu, vatnshreinsitöflur eða hlýjan fatnað og teppi.

Ef þú telur ákjósanlegra að styrkja stúlkur til náms í Afríkuríkinu Malaví, er UN Women -Landsnefnd Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna með söfnun sem nefnd er Jólastjarna. Á gjafabréfi er texti þar sem segir að gjöfin veiti stúlku í Malaví sem leyst hefur verið úr þvinguðu barnahjónabandi námsgögn og skólabúning.

Sjá nánar hér

Börn í Jemen : https://donatenow.wfp.org/yemen/~my-donation?cid=16&_ga=2.170026661.420760119.1576232290-234429317.1576232290

Sannar gjafir UNICEF : https://sannargjafir.is

Jólastjarna UN Women : https://unwomen.is/product/jolastjarna-namsstyrkur-stulku-i-malavi

Fréttir

Viðskiptadeilur hamla hagvexti

Búist er við að hagvöxtur í Evrópu verði áfram hóflegur en ýmis hættumerki eru...

Nýir alþjóðadagar: Skák, blár himinn og sólstöður

Skáklistin, blár himinn og sólstöðuhátíðir eru á meðal þeirra málefna sem verða heiðruð með...

75 ára afmælisár SÞ hafið með hnattrænni samræðu

Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum um áramótin umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu...

Sameinuðu þjóðirnar styðja baráttu unga fólksins

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í áramótaávarpi sínu að á nýju ári blasi...