Að lina þjáningar barns á jólunum

0
744
Barn í Jemen
Barn í Jemen sem nýtur aðstoðar WFP.

Láttu fé af hendi rakna í nafni þess sem þú vilt gefa jólagjöf.

Þetta er ekki aðeins góðverk í anda boðskapar Jólanna heldur getur einnig verið lausn á árlegum höfuðverk. Hvað á að gefa fólki sem ekkert skortir?

Ein hugmynd gæti verið sú að láta sveltandi börn í Jemen njóta góðs af Jólunum.

Heimaland þeirra Jemen á barmi hengiflugs og börn og fjölskyldur þeirra líða hungur. Rétt tæpar 16 miljónir manna fara í háttinn með tómann maga á jólanótt, en heimurinn er með hugann annars staðar.

En þú getur lagt þín lóð á vogarskálarnar um leið og þú sýnir hlýhug í garð ættingja eða vinar í verki með jólagjöf. Þú getur látið fé af hendi rakna (sjá  hér ) og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kemur matvælum til skila til sveltandi barna í Jemen.

En það er marg tannað sem kemur til greina. UNICEF,Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna rekur öflugt hjálparstarf, meðal annars í Jemeno hægt er að styðja það með Sönnum gjöfum sem innihalda næringu, vatnshreinsitöflur eða hlýjan fatnað og teppi.

Ef þú telur ákjósanlegra að styrkja stúlkur til náms í Afríkuríkinu Malaví, er UN Women -Landsnefnd Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna með söfnun sem nefnd er Jólastjarna. Á gjafabréfi er texti þar sem segir að gjöfin veiti stúlku í Malaví sem leyst hefur verið úr þvinguðu barnahjónabandi námsgögn og skólabúning.

Sjá nánar hér

Börn í Jemen : https://donatenow.wfp.org/yemen/~my-donation?cid=16&_ga=2.170026661.420760119.1576232290-234429317.1576232290

Sannar gjafir UNICEF : https://sannargjafir.is

Jólastjarna UN Women : https://unwomen.is/product/jolastjarna-namsstyrkur-stulku-i-malavi