Að stöðva útbreiðslu heimsfaraldra

0
386
Farsóttir 75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Nýjar og gamlar farsóttir hafa herjað á heiminn á 21.öldinni. Áður en COIVD-19 setti allt á annan endann hafði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) átti stóran þátt í að stöðva útbreiðslu HABL.

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

HABL stendur fyrir heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, eins og SARS efur verið köllað á íslensku.

Í mars 2003 var gefin út alheimsaðvörun og ferðaviðvörun vegna HABL. Þökk sé forystu WHO tókst að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins áður en hann varð að heimsfaraldri.

WHO rannsakar útbreiðslu 200 sjúkdóma á hverju ári. 15-20 þeirra krefjast alþjóðlegra viðbragða. Langþekktasta dæmi um slíkt er vitaskuld COVID-19. Ástæðulaust er þó að gleyma ebólu, gulusótt, kóleru, inflúensufaröldrum að ógleymdri fuglaflensu.

21.öldin

Það sem af er 21.öld hefur hver faraldurinn rekið annan. Gamlir sjúkdómar hafa skotið upp kollinum. Nægir að nefna kóleru, svarta dauða gulusótt. Nýir sjúkdómar hafa bæst í hópinn. COVID-19 vitaskuld og HABL, MERS og Zika.

Nýjar alþjóðlegar reglur um sameiginlegar og samhæfðar varnir gegn nýrri lýðheilsuógn voru settar 2005. Má rekja til þau viðbrögð til þessara nýju súkdóma sem herjað hafa á heiminn á 21.öldinni.