Að takast á við COVID-19 andlega

0
696
Kórónaveira
Fólk í New York á tímum COVID-19.

Það er fullkomlega eðlilegt að finna fyrir depurð og stressi, vera í uppnámi, upplifa hræðslu eða reiði á hamfaratímum.

Hér eru nokkur ráð frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni um hvernig takast má á við andlegu hliðina:

Það er til góðs að tala við fólk sem þú treystir til að fá hjálp. Hafðu samband við vini og fjölskyldu.

Andlega lið COVID-19

Ef þér ber að halda kyrru fyrir heima, legðu þig þá í líma við að lifa heilbrigðu lífi. Reyndu að borða hollan mat, sofa, hreyfa þig og hafa félagsleg tengsl við heimilisfólkið og nota tölvupóst, samskiptamiðla og síma til að halda tengslum við vini og ættingja.

Andlega lið COVID-19

Ekki reykja, nota áfengi eða lyf til þess að takast á við tilfinningarnar.

Andlega lið COVID-19

Ef þér finnst þú vera ofurliði borin(n) hafðu þá samband við heilsugæslu eða ráðgjafa. Hafðu á takteinum áætlun um hvert og hvernig þú getur leitað hjálpar við líkamlegri eða andlegri vanheilsu ef þörf krefur.

Andlega lið COVID-19Leitaðu upplýsinga. Safnaðu saman upplýsingum sem gera þér kleift að meta áhættu þína svo þú getir gripið til skynsamlegra ráðstafana. Notaðu traustar vefsíður eins og upplýsingasíðu landlæknisembættisins www.covid.is  eða vefsíður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (www.who.int) eða aðrar síður opinberra stofnana, þar á meðal heilbrigðisstofnana.

Andlega lið COVID-19

Reyndu  að draga úr áhyggjum og æsingi með því að draga úr áhorfi og hlustun á miðla sem þið teljið valda ykkur uppnámi.

Notið reynslu ykkar sem hefur dugað í andstreymi sem þið hafið þegar átt við að glíma og færið ykkur hana í nyt til að hafa stjórn á tilfinningum ukkar á þessum válegu tímum.