Að binda enda á ok fátæktar og vernda jörðina

0
396
Sustainable Development Goals Icelandic RGB 01


Sustainable Development Goals Icelandic RGB 01

26.september 2015. Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York (25.-27.september) mun afgreiða formlega þróunarmarkmið um sjálfbæra þróun til næstu 15 ára. 17 Sjálfbærum þróunarmarkmiðum er ætlað að útrýma fátækt í heiminum fyrir 2030, stuðla að efnahagslegri velmegun, félagslegri þróun og vernd umhverfisins um allan heim. Í þessari grein úr Norræna fréttabréfi UNRIC er farið í saumana á markmiðunum sem eru kölluð „heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun“.

Við erum staðráðin í því að frelsa mannkynið undan oki fátæktar og skorts, og græða og tryggja plánetu okkar,” segir í yfirlýsingu aðildarríkjanna hundrað níutíu og þriggja, þegar samkomulag náðist um tímamótasamning sem ber heitið: Umbreyting heimsins: Áætlun um Sjálfbæra þróun til 2030.”

Byggt er á árangri Þúsaldarmarkmiðanna um þróun (MDGs) sem áttu þátt í að rífa milljonir manna um allan heim úr viðjum fátæktar. Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt um síðustu alda- og árþúsundamót og giltu í fimmtán ár – renna út um áramót.

Sjálfbæru þróunarmarkmiðin eru flokkur markmiða og undirmarkmiða sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim innan fimmtán ára eða fyrir 2030. Nýju markmiðin 17, og 169 undirmarkmið þeirra, eru heimsmarkmið í eðli sínu því þau ná tiil allra ríkja, en ekki aðeins þróunarríkja eins og reyndin var með Þúsaldarmarkmiðin.

SDG UNICEF photo girl reading to her sisters in Gaza„Fólk spyr oft hvers vegna markmiðin eru svona mörg,” segir Amina J. Mohammed, sérstakur ráðgjafi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Eru þau ekki of mörg? er gjarnan spurt. Er ekki nóg að hafa 8 eða 10. Af hverju þurfum við 17?”, útskýrir Mohammed. Sannleikurinn er sá að ástand heimsins er einfaldlega ekki svo gott að hægt sé að leysa vandann með fáum markmiðum. Heimurinn á við tröllaukinn vanda að stríða og hlutverk markmiðanna er að takast á við þetta og glíma við hann á djúpstæðan hátt.”

Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman markmið í fimm flokka eftir því hvort þeir snúast um fólk, plánetuna, velmegun, réttlæti eða félagsskap ríkja.

Lítum nánar á þetta.

Fólkið

Fólk er í fyrirrúmi í sjálfbærri þróun og fyrst markmiðanna sautján er að Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar.” Hér eru nokkur áþreifanleg dæmi:

Á heimsvísu ber að útrýma  örbirgð eða sárustu fátæktinni fyrir árið 2030. Örbirgð er skilgreind þannig að sá býr við sára fátækt sem lífir á andvirði 1.25 Bandaríkjadal á dag. Hér er um að ræða einn milljarð manna.

En markmiðin teygja anga sína til allra ríkja eins og fyrr segir og því er kastljósinu beint með mismunandi hætti að hverju ríki fyrir sig. Hverju ríki ber að minnka fátækt miðað við eigin skilgreiningu á fátækt. OECD, samtök svokallaðra vestrænna iðnríkja og Evrópusambandið skilgreina fátækt þannig að það sé að lifa á 60% eða minna af miðgildi tekna.  

Umræður eru víðast hvar að hefjast um hvernig þetta verður túlkað því ríki á borð við Frakkland hefur aðra skilgreiningu en OECD og ESB, þó svo að það tilheyri samtökunum báðum. Sem dæmi um hversu miklu þetta skiptir er að 8.8 milljónir Frakkar eru undir fátæktarmörkum alþjóðasamtakanna tveggja. Ef Frakkland ætlar að fullnægja heimsmarkmiðinu um fátækt ber að frelsa 4.4 milljónir undan oki fátæktar innan fimmtán ára. Fátæktarmörkin frönsku eru að lifa á 987 Evrum á dag eða rétt innan 150 þúsund íslenskar krónur.

Sustainable Development Goals Icelandic RGB 02 2Annað heimsmarkmiðanna í röðinni er að binda enda á hungur og tryggja fæðuöryggi en átta hundruð milljónir manna líða hungur í heiminum.

 Stefnt er að því að jafnrétti kynjanna verði staðreynd og endir bundinn á skaðlegt framferði á borð við barna-, ótímabærar-, og þvingaðar giftingar auk þess sem limlestingar á kynfærum kvenna eiga hvergi að líðast (markmið 5).

Þetta eru mál fólksins, aðgerðaáætlun til að binda enda á fátækt í öllum sínum myndum, þannig að ekki verði aftur snúið, hvarvetna og án þess að nokkur sé skilinn eftir,” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Plánetan

Mörg Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna snúast um að vernda plánetuna okkar. Grípa skal “til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra” segir í markmði þrettán og skyldi engan undra því ef ekki verður að gert, telja sérfræðingar að allt þróunarstarf undanfarinna áratuga sé unnið fyrir gíg og illmögulegt að feta þróunarbrautinna lengra en orðið er í nánustu framtíð (markmið 13).

Tryggja ber aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu. Ekki síst er mikilvægt í því sambandi að stefnt skal að því að binda skal enda á að fólk gangi örna sinna undir berum himni, en slíkt er hlutskipti eins milljarðs manna í heiminum í dag (markmið 6).


Önnur markmið eru að vernda úthöfin, vistkerfi og fjölbreytni lífríkisins; efla sjálfbæra neyslu og framleiðslu og útvega öllum jarðarbúum aðgang að sjálfbærri orku. (Markmið 7, 12, 14 og 15).

Þetta snýst um hegðun, um lífsafkomu, um lífsstíl og um neyslu okkar og framleiðsliu, því það er augljóst að við getum ekki lengur haldið áfram að ganga á auð plánetunnar okkar eins og við höfum gert,” segir Amina Mohammed. Eitt má segja með vissu um þessa yndislegu plánetu sem við byggjum – , heimili okkar allra-  og það er að hún þrífst án okkar, en við þrífumst ekki án hennar.”

Velmegun

Hagvöxtur er ekki skilinn eftir útundan í Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum því stuðla ber að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla (markmið 8). Talið er að nauðsyn krefji að viðvarandi hagvöxtur sé að minnsta kosti 7% á ári í minnst þróuðu ríkjum heims.

Hvatt er til þess að dregið sé úr ójöfnuði innan og á milli landa.” Nánar tiltekið skuldbinda aðildarríkin sig til þess að auka tekjur þeirra 40% íbúanna sem hafa lægstar tekjur, meira en annara (markmið 10).

Friður og réttlæti

Nýnæmi er í Heimsmarkmiðunum að þar er fjallað um frið og réttlæti því stuðlað skal “að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla,” (markmið 16).

Það er engin tilviljun að þetta sé tekið fram,  því í aðfararorðum samkomulagsins segir: “Sjálfbær þróun getur ekki þrifist án friðar og enginn friður þrífst án sjálfbærrar þróunar.”

Aðildarríkin skuldbinda sig til að ráðast að rótum ófriðar og  ofbeldis með því, meðal annars að “tryggja jafnan aðgang að réttarkerfi og koma á fót skilvirkum og ábyrgum stofnunum fyrir alla á öllum stigum”  og draga umtalsvert úr spillingu og mútuþægni í öllum sínum myndum, (markmið 16).

Alþjóðlegur félagsskapur

Síðast heimsmarkmiðanna en ekki það sísta, snýr að því að hrinda í framkvæmd og fjármagna sjálfbæra þróun með því að blása nýju lífi í alþjóðlegan félagsskap um þróun.

Þróuð ríki skuldbinda sig til að ná því takmarki að 0.7% þjóðartekna (GNI) verði varið til að veita þróunarríkjum opinbera þróunaraðstoð, þar af renni 0.15 til 0.20% til  minnst þróuðu ríkjanna (markmið 17).

Meðal annara áþreifanlegra aðgerða er að aðstoða skal þróunarríki í að efla hæfni þeirra í skattheimtu.

Loks skal stefnt að því að koma upp mælikvarða á framfarir og velsæld sem nái utan um sjálfbæra þróun sem viðbót við mælikvarða um landsframleiðslu..

Í fyrsta skipti í sögunni erum við ekki að setja plástur á vandamálin,” segir Amina J. Mohammed. Við erum að grafa upp rætur vandans. Ef við leggjum ekki í þær fjárfestingar sem nauðsynlegar eru til að grafa upp rætur þessa vanda, munum við eftir sem áður standa frammi fyrir síharðnandi átökum, sífellt meiri umhverfisspjöllum og að sífellt fleira fólk sæti útilokun.”

Nýju Sjálfbæru þróunaráætlanirnar, Heimsmarkmiðin um Sjálfbæra þróun og undirmarkmið þeirra eru afrakstur samningaviðræðna hundrað níutíu og þriggja aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem staðið hafa yfir í tvö ár. Samhliða fór fram umfangsmesta samráð við almenning um heim allan sem um getur í sögunni.

Formlega eru Sjálfbæru þróunarmarkmiðin afgreidd á fundi veraldarleiðtoga á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 25.til 27.september.