Að gera hið ósýnilega sýnilegt

0
422

 

Violence children
31. júlí 2013. Alltof oft er ofbeldi sem framið er gegn börnum ósýnilegt og ekkert fréttist af því,  með þeim afleiðingum að tíðni þess er vanmetin

, að því er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir í dag í tilefni af nýju alheimsátaki til að hvetja venjulega borgara, lögggjafa og ríkisstjórnir til að láta meira til sín taka gegn ofbeldi sem börn sæta.

 

Átakið á rætur að rekja til mikillar reiði sem gripið hefur um sig eftir hroðalegar árásir gegn börnum og nægir að nefna skotárásina á Malala Yousafzai í Pakistan í oktober 2012, morð á 26 nemendum og kennurum í Newtown, Connecticut, í desember 2012 og hópnauðgun stúlkna í Indlandi og Suður-afríku 2013.

“Ofbeldi gegn börnum þekkist í hverju landi og hverri menningu,” segir Anthony Lake, forstjóri UNICEF. “Við verðum að láta reiði okkar og vanþóknun í ljós í hvert skipti og hvar og hvenær sem barn er beitt ofbeldi.

Þetta er kjarni boðskapar UNICEF í átakinu “Bindum enda á ofbeldi gegn börnum”.
Við höfum núna úrræðin til að berjast gegn þessu ofbeldi, segir UNICEF.

“Þótt þú sjáir ekki börn beitt ofbeldi, er ekki þar með sagt að slíkt tíðkist ekki, “ segir leikarinn Liam Neeson, góðgerðasendiherra UNICEF. “Við þurfum að gera hið ósýnilega sýnilegt. Hjálpið okkur að láta ofbeldi gegn börnum heyra sögunni til. Takið þátt. Látið rödd ykkar heyrast.”
Jafnvel þær fátæklegu tölur sem til eru, benda til þess að sameiginlegs átaks sé þörf. Svo dæmi séu tekin er talið að um 150 milljónir stúlkna og 73 milljónir drengja undir átján ára aldri hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi og misnotkun, að mati WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Að auki sæta 1.2 milljónir barna mansali, samkvæmt skýrslu ILO, Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá 2005.

Ofbeldi veldur ekki aðeins líkamlegum sárum, heldur skilur eftir sig ör á sál barnanna. Það snertir líkamlegt og andlegt heilbrigði, og gefur undan hæfileikum þeirra til náms og félagslegra samskipta og heftir þroska þeirra.
Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á sérhvert barn rétt til að vera verndað fyrir hvers kyns ofbeldi.