Verk að vinna: sjálfbær þróun í mótun

0
476

 Flickr Stefano Mortellaro 2.0 Generic CC BY-ND 2.0nsp 51

Janúar 2015. Engan skyldi undra þótt árið 2015 sé talið geta skipt sköpum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það er skammt stórra högga á milli. Ljúka ber nýjum Sjálfbærum þróunarmarkmiðum fyrir haustið og í árslok á að ganga frá nýjum loftslagssáttmála.

SG-video-action-2015 SBNýju þróunarmarkmiðin eiga að taka við af Þúsaldarmarkmiðunum um þróun, en þau renna sitt skeið á enda á árinu. Samkvæmt áætlun á að samþykkja ný Sjálfbær þróunarmarkmið á leiðtogafundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 25.-27. September. Í desember á svo að semja og undirrita nýjan Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu í París.

Ólíkt fyrri þróunarmarkmiðum munu Sjálfbæru markmiðin ná til alls heimsins í stað þess að einskorðast við þróunarlöndin. Þá eru þau metnaðarfyllri og víðtækari. 

Þúsaldarmarkmiðin átta voru fyrst og fremst áætlun um upprætingu fátæktar, þótt ekki væri með öllu litið framhjá umhverfismálum og markmið væru sett um mæðradauða, HIV/Alnæmi og réttindi kvenna.

Eitt af markmiðunum átta var að tryggja sjálfbært umhverfi en í Sjálfbæru þróunarkmiðunum er gengið lengra því sjálfbærni er samofin öllum þróunarmarkmiðunum. Þá er það ekki síður metnaðarfullt að í þróunarmarkmiðunum er stefnt að því að auka jöfnuð innan og á milli ríkja, tryggja virðingu fyrir mannréttindum, en þessum atriðum var lítið sem ekkert sinnt í Þúsaldarmarkmiðunum.

17 markmið, fimm flokkar

Stærsta skref sem stigið hefur verið hingað til í átt til að setja þróunarmarkmið eftir 2015, er skýrsla Opins vinnuhóps Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem leggur til 17 Sjálfbær þróunarmarkmið með 169 undir markmiðum.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tók saman skýrslu um allt starf samtakanna til undirbúnings þróunarstefnu eftir 2015 og kynnti hana á Allsherjarþinginu í lok síðasta árs. Hann flokkaði markmiðin í fimm hópa:

Mannleg reisn: til að útrýma fátækt og berjast gegn ójöfnuði;
Fólk: til að tryggja heilbrigt líferni, þekkingu og þátttöku kvenna og barna;
Hagsæld: til að byggja upp sterkt, umbreytingarhagkerfi fyrir alla;
Jörðin: til að vernda vistkerfi okkar í þágu allra samfélaga og komandi kynslóða;
Réttvísi: til að stuðla að öruggum og friðsamlegum samfélögum, og sterkum stofnunum;
Samvinna: til að hvetja til hnattrænnar samstöðu um sjálfbæra þróun.

MDG1 ENÍ mörgum þýðingarmestu Sjálfbæru markmiðunum er þráðurinn tekinn upp þar sem frá er horfið í Þúsaldarmarkmiðunum; til dæmis að uppræta fátækt og hungur, stuðla að jafnrétti kynjanna og efla félagskap um þróun. Önnur eru ný og þarf það ekki að koma á óvart, því nýju markmiðin eru jú fleiri, eða sautján að tölu. Sum voru hins vegar undirmarkmið Þúsaldarmarkmiðanna en öðlast nú sjálfstæði.

Sjálfbærni og umhverfismál koma við sögu í mörgum „nýju“ markmiðanna. Eitt Þúsaldarmarkmiðanna (númer 7) var að tryggja sjálfbært umhverfi en í undirmarkmið þess var stefnt að því að efla fjölbreytileika lífríkisins, tryggja aðgang að vatni og salerni og bæta líf íbúa fátækrahverfa. Nú eru vatn og salernismál orðin sjálfstætt Sjálfbært þróunarmarkmið (7) og sama máli gegnir um almennan aðgang að orku (7).  Sjálfbær neysla og framleiðsla (12) og vernd vistkerfa og sjálfbærra skóga og barátta gegn eyðimerkurmyndun, landrofi ásamt fjölbreytni lífríkisins eru saman í markmiði númer 7. Þá gleðjast vafalaust margir yfir því að áhersla á málefni hafsins skilar sér í sérstöku markmiði (14).

Ný umfangsmikil markmið

Þá er sjálfstætt markmið helgað loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra (13).  „Með þessu er gefið sterklega til kynna að það er mikilvæg tengin á milli baráttunnar gegn loftslagsbreytingum og tækifæranna sem gefast til að gera þessaNuttall öld að öld sjálfbærni,“ segir Nick Nuttall, talsmaður UNFCCC, Rammsáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, í viðtali við Norræna fréttabréfið.

Róttækasta breytingin er þó sú, að nú ná þróunarmarkmiðin til félagslegra- og efnhagslegra réttindi, svo sem „fulla atvinnu“ og „mannsæmandi vinnu fyrir alla“ sem deila sjálfstæðu markmiði (8) með varanlegum hagvexti. Nýjabrum er einnig af öðru róttæku markmiði (10) sem kveður á um að minnka ójöfnuð innan og á milli ríkja.

Að koma öllu þessu í framkæmd á sama tíma og að berjast gegn loftslagsbreytingum og uppræta fátækt, kann að vera tröllaukið verkefni.

Hafa ber líka í huga að björninn er ekki unninn og yfirmarkmiðin 17 og hundruð undirmarkmiða, eru eins og staðan er nú fremur í formi fyrirsagna en fullkláraðra greina. Fjöldi markmiðanna kann að breytast í samningaviðræðunum og sama gegnir um undirmarkmiðin.

Lokaskjalið sem samþykkt verður í lok september kann því að taka talsverðum breytingum.

Fjármögnun þarf að tryggja

Til að bæta gráu ofan á svart telja margir að fjármögnun kunni að vera erfiðasti hjallinn. Mörg aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og almannasamtök hafa þungar áhyggjur af því að ef fjármagn fylgi ekki, verði þróunarmarkmið orðin tóm. Af þessum sökum er talið að þriðja Alþjóðaráðstefnan um fjármögnun þróunar í Addis Ababa 13.til 16.júlí 2015 verði mjög þýðingarmikil.

Sumir sérfræðingar ganga svo langt að segja að árangur þar sé fullt eins mikilvægur og á leiðtogafundunum í New York og París í september og desember.

cop21-logoÁn árangurs í Addis Ababa eru sigurlíkur í september óvissar og allt veltur svo á niðurstöðunum í París. „Raunar telja margir að ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða í loftslagsmálum, muni það gera tveggja áratuga árangur í þróunarmálum að engu,“ segir Nick Nuttall, talsmaður Loftslagssamningsins. „Aðgerðir í loftslagsmálum geta svo glætt árangur á öðrum sjálfbærum sviðum, svo sem að bæta andrúmsloftið, auka aðgang að vatni og hreinnri orku, skapa störf við endurnýjanlega orkugjafa og draga úr tíðni náttúruhamfara.“