Aðgangur að salerni telst nú mannréttindi

0
459
UNICEF Bolivia5

 UNICEF Bolivia5

7.janúar 2015. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir að aðgangur að salerni teljist til sérstakra mannrétttinda.

Þriðjungur jarðarbúa eða 2.5 milljarðar manna, hefur ekki aðgang að sómasamlegu salerni. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem aðgangur að salerni er skilgreindur sem sérstök mannréttindi. Markmiðið með þessu er að skera upp herör til að uppræta orsök banvænna sýkinga víða um heim.

„Þetta gefur fólki gleggri mynd af þessum rétti,“ segir Léo Heller, sérstakur talsmaður Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi aðgangs að neysluvatni og hreinlæti.

UN houseAllsherjarþingið samþykkti ályktunina fyrir áramót með það að markmiði að gefa réttinum til aðgangs að salerni og hreinlæti sérstöðu en hér eftir sem hingað til munu þessi mannréttindi og réttur til aðgangs að öruggu drykkjarvatni, fylgjast að.

Salernisleysi hefur ýmis konar keðjuverkun í för með sér og er ekki aðeins heilsuspillandi, heldur gefur einnig undan öðrum mannréttindum. Hér má nefna réttinn tiil heilbrigðis, en vond salernisaðstaða er gróðrastía smitsjúkdóma á borð við kóleru, taugaveiki og lifrarbólgu. Salernisskortur getur þannig leitt til þess að einstaklingar njóta ekki réttar til menntunar.

Nýleg úttekt Sameinuðu þjóðanna bendir til að 443 skóladagar tapist á ári hverju í heiminum vegna orsaka sem tengjast óviðunandi hreinlæti og vatnsskorti. Óásættanleg salernisaðstaða er þrándur í götu skólasóknar, einkum stúlkna.

„Það er von okkar að þessi samþykkt hafi bein áhrif til góðs fyrir þær konur, börn, fatlaða og jaðarhópa sem nú hafa ekki aðgang að salerni…og tækifæri til að benda á vanda þeirra,“ segir Heller. „Þetta frumkvæði greiðir fyrir því að við getum ráðist til atlögu við þær mannréttindaáskoranir sem þessu tengjast.“

6. liður Heimsmarkmiðanna um Sjálfbæra þróun, sem samþykkt voru í september á síðasta ári, snýst um að tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu.

Aðalmynd: UNICEF/Bolivia