Aðgangur að vatni getur valdið ófriði

0
482

water

7. nóvember 2014. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að vatnsskortur í sumum heimshlutum sé orðinn ógn við frið og öryggi í heiminum.

Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í aðalræðu á Heimsþingi um vatn í Lundúnum í gær að aðgangur að vatni væri ekki aðeins spurning um „grunvallarmannréttindi”, heldur væri þetta atriði komið í þungamiðju heimsmála og þróunar, og hefði víðtæk áhrif á frið og öryggi í heiminum. 

droughtVatn notað í hernaði

„Við sjáum þess merki víða um heim að aðgangur að vatni er kveikja að átökum og jafnvel ógn við frið og stöðugleika,” sagði Eliasson í ræðu sinni á þinginu sem breska vikuritið The Economist skipulagði.
Vara-framkvæmdastjórinn sagði þörf væri á „alþjóðlegum vatns-erindrekstri” nú þegar aðgangur að vatni minnkar vegna loftslagsbreytinga og mannfjölgun veldur félagslegri spennu, pólítískum óstöðugleika og auknum flóttamannastraumi.

„Og nú síðast hefur IS nýttt sér yfirráð yfir vatni til að efla yfirráð sín yfir landsvæði og kúga íbúa til hlýðni. Og frá Tadjikistan til Eþíópíu er spenna á milli ríkja vegna virkjanaframkvæmda eftir því hvort því liggja ofarlega eða neðarlega við helstu ár og fljót,” sagði Svíinn Eliasson sem er staðgengill Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Tölurnar tala sínu máli

Hann benti á nýlegar tölur máli sínu til stuðnings:

eliasson edd

• Eftirspurn eftir vatni mun aukast um 40% fyrir 2050.
• 1.2 milljarður eða fimmtungur mannkyns býr í ríkjum þar sem vatnsskortur ríkist. Þessi tala mun aukast um 600 milljónir innan skamms.
• 750 milljónir manna hafa ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni.
• 80% vatns rennur óhreinsað eftir notkun í hafið, ár eða vötn.
• Góðu fréttirnar eru þær að á síðustu áratugum hafa 2 milljónir manna fengið bættan aðgang að vatni þökk sé aðgerða, meðal annars í tengslum við Þúsaldarmarkmiðin um þróun.

Water1.jpgLoftslagsbreytingar munu auka spennu yfir aðgangi að vatni, „en við megum ekki missa sjónir af þeim möguleikum sem eru á samvinnu um nýtingu vatns.”
„Þegar vatn er annars vegar getur engin ríkisstjórn hrundið í framkvæmd, ein og óstudd, þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru,” sagði varaframkvæmdastjórinn.