Aðgerða þörf til að ná Þúsaldarmarkmiðum

0
409

BanMDG

20. september 2013. Alþjóðasamfélaginu ber að standa við skuldbindingar sínar um að uppfylla markmiðin um baráttuna gegn fátækt sem kennd eru við árþúsundamótin , segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Ban sagði að þrátt fyrir umtalsverðan árangur, hefði niðursveiflan í efnahagslífi heimsins komið niður á árangri í að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun.
“Ný ríki hasla sér völl og nýjar tegundir samstarfs, en allir ættu að hafa það að markmiði að standa við gerðar skuldbindingar, þar á meðal á sviði þróunaraðstoðar,” sagði Ban þegar hann kynnti blaðamönnum hina árlegu skýrslu MDG Gap Task Force Report en þar er farið í saumana á því hvar pottur er brotin í eftirfylgni við Þúsaldarmarkmiðin.
Skýrslan sýnir að á þessu ári hafa þróunarríki fengið aukinn aðgang að tækni, mörkuðum fyrir útflutningsvörur, sumum nauðsynlegum lyfjum og eftirgjöf skulda.
Ban sagði að tollar væru á niðurleið og útflutningur frá þróunarríkjum færi vaxandi auk þess sem sumar vörur frá minnst þróuðu ríkjunum bæru enga tolla.
“Samt er ekki nóg að gert,” sagði Ban við kynningu skýrslunnar sem er liður í þúsund daga aðgerðum til að auka árangur Þúsaldarmarkmiðanna.