Hróarskelduhátíð verðlaunuð

0
479
roskilde

roskilde

16.janúar 2015. Roskilde-hátíðin og dönsku baráttusamtökin gegn sóun matvæla fengu í gær umhverfisverndarverðlaun á ráðstefnu tónlistarhátíða í Hollandi .

Verðlaunin voru veitt fyrir aðgerðir á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu í Danmörku síðastliðið sumar. Þá söfnuðu 70 sjálfboðaliðar alls 27 tonnum af matvælum sem annars hefðu farið til spillis. Þess í stað var matvælunum komið áleiðis til 85 góðagerðasamtaka sem brauðfæða heimilisleysingja og fólk sem stendur höllum fæti félagslega. 

Mynd: Flickr/Thomas Rousing https://creativecommons.org/licenses/by-nc/2.0/