Aðstoð og markaðsaðgangur aukinn fyrir minnst þróuðu ríkin

0
452
alt

Ný tíu ára alþjóðleg áætlun fyrir þau 48 ríki sem standa höllustum fæti í heiminum var tilkynnt á síðasta degi fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um minnst þróuðu ríkin í Istanbúl.

altÞetta hefur í för með sér verulega aukningu opinberrar þróunaraðstoðar til minnst þróuðu ríkjanna því þróunaraðstoð er nú heldur lægri en sem samsvarar 0.1 prósenti af þrjóðartekjum veitenda. Alls geta allt að 0.2% runnnið til minnst þróuðu ríkjanna. 

Blaðamannafundur á fundinum um minnst þróuðu ríkin.  Abdullah Gül, forseti Tyrklands (annar frá vinstri) og honum á hægri hönd Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Cheick Sidi Diarra,  hátt settur fulltrúi fyrir minnst þróuðu ríkin. SÞ-mynd: Evan Schneider. Þróuð ríki skuldbundu sig til að verja 0.15-0.20 prósent af þjóðertekjum í opinbera þróunaraðstoð.

Hryggjvarstykki áætlunarinnar felst í áherslu á framleiðslu uppbyggingu, þar á meðal grunnvirki, efla mannauð og góða stjórnunarhætti í minnst þróuðu ríkjunum. Umbætur í þessum ríkjum síðastliðinn áratug, hagstæðara viðskiptaumhverfi og hækkun hráefnaverðs hafa aukið hagvöxt sem hefur verið bæði meiri en á heimsvísu og í þróunarríkjum almennt.