EES: Áfengisneysla minnst á Íslandi

0
434

Wine

28. maí 2012. Áfengisneysla er minnst á Íslandi miðað við höfðatölu af öllum ríkjum sem eiga aðild að Evrópusambandinu eða eru hluti af Evrópska Efnahagssvæðinu (EES).

Í nýlegri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Evrópusambandsins kemur fram að Íslendingar drukku rétt tæpa 8 lítra á mann árið 2009 en Evrópumeistarar Tékka í drykkju, drukku tvisvar sinnum meira.

 Ef bætt er við þeim ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambanindu við EES ríkin, kemur í ljós að Ísland er í þriðja neðsta sæti af þrjátíu og þremur ríkjum. Minnst áfengisneysla er í múslimaríkinu Tyrklandi og næstminnst í Makedóniu en þar er fjórðungur íbúa íslamskrar trúar.

Tékkar drekkar mest áfengi Evrópubúa miðað við höfðatölu eða 16.61 lítra á ári, en Rúmenar sigla í kjölfarið með 16.3 lítra en síðan koma Slóvenar, Ungverjar og Eistar.
Með minnsta neyslu og örlítið meira en Íslendingar (7.93 lítrar) koma svo frændur okkar Svíar 8.85) og Norðmenn (8.3).
Töfluna í heild má sjá hér (bls. 138): http://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0003/160680/e96457.pdf

Mynd: Eivind Sætre/Norden.org