Afganistan: SÞ harma útilokun stúlkna

0
692
Skólastúlkur í Herat í Afganistan
Skólastúlkur í Herat í Afganistan. Mynd: © UNICEF/Sayed Bidel

Sameinuðu þjóðarnar hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Talibana í Afganistan um að útiloka stúlkur frá námi.

Í dag átti kennsla fyrir stúlkur frá og með sjötta bekk grunnskóla að hefjast í Afganistan að nýju, en hætt var við samdægurs.

„Ég harma mjög tilkynningu Talibana þessa efnis,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu.

„Allir hafa hlakkað til upphafs nýs skólaárs, hvort heldur sem er drengir eða stúlkur í nemendahópnum, foreldrar og fjölskyldur.“

„Þrátt fyrir margítekaðar yfirlýsingar um að kennsla stúlkna hæfist að nýju, verður ekkert af því. Þetta eru mikil vonbrigði og afar skaðlegt fyrir Afganistan. Að meina stúlkum og konum um  menntun er brot á jöfnum rétti þeirra til menntunar. Ég hvet de facto yfirvöld Afganistans, Talibana, til að opna skóla fyrir öllum nemendum án tafar,“ sagði Guterres.