Afmælisráðstefna Sameinuðu þjóðanna

UN70 Logo Icelandic horizontal outlined

UN70 Logo Icelandic horizontal outlined

28. október 2015. Afmælisráðstefna verður haldin í tilefni af 70 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna og UNESCO 30.október þar sem farið verður yfir þátttöku Íslands á sviði samtakanna í gegnum árin, rætt um ný heimsmarkmið SÞ og spurningunni hvort SÞ hafi mótað betri heim velt upp.

Fundarstjóri: Sigríður Snævarr, sendiherra

DAGSKRÁ:

Ávarp
• Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra

Árangur Íslands á sviði Sameinuðu þjóðanna
• Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og fyrrverandi fastafulltrúi Íslands hjá SÞ

SÞ frá sjónarhóli fjölmiðla, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og fræðimanna – fjögur ör-erindi.

Pallborðsumræður um heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun
• Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags SÞ á Íslandi stýrir umræðum. Þátttakendur eru: Anna Pála Sverrisdóttir, utanríkisráðuneytinu, Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel (UNRIC), Guðrún Helga Jóhannsdóttir, doktorsnemi í þróunarfræðum, Finnur Sveinsson, ráðgjafi í samfélagsábyrgð fyrirtækja og Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla SÞ.

KAFFIHLÉ

Ávarp
• Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra

UNESCO – hugsjón og nauðsyn
• Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrum stjórnarmaður í UNESCO

Tónlistaratriði með nemendum úr Landakotsskóla

Í starfi með UNESCO í 20 ár
• Frú Vigdís Finnbogadóttir

Uppistand
• Ari Eldjárn

Fundurinn er opinn og allir velkomnir!