Áhyggjur SÞ af árás á flóttamannabúðir í suður Darfur

0
424

25. ágúst 2008 – Sameinuðu þjóðirnar hafa látið í ljós þungar áhyggjur af árás súdanskrar lögreglu á flóttamannabúðir í Suður-Darfur. Lögreglan umkringdi búðir fyrir fólks sem flosnað hefur upp í Darfur og varð mannfall þegar lögregla réðst til atlögu í búðunum.  

“Með slíkum aðgerðum er öryggi óbreyttra borgara stefnt í voða en þeir eiga rétt á vernd samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, “ sagði Marie Okabe, talskona SÞ í New York. 
Samræmandi mannúðaraðstoðar SÞ í Súdan hefur hvatt til þess að slakað verði á umsátri um Kalma búðirnar svo að flytja megi særða á brott. Kalma búðirnar hýsa átta tíu þúsund manns.  
Sameiginleg friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins, UNAMID, hefur sent her- og lögreglumenn til Kalma til að kanna málsatvik og veita nauðsynlega aðstoð
Frú Okabe sagði að forysta friðargæslusveitarinnar hefði þungar áhyggjur af atburðunum í dag og myndi kafa til botns í málsatvikum og fylgjast náið með ástandinu. 
UNAMID hefur einnig skýrt frá ránum og gripdeildum svokallaðra Janjaweed vígamanna í teimur búðum fyrir uppflosnað fólk í vestur Darfur og ættbálkaátökum í suður Darfur.