Alli Abstrakt í úrslit norrænnar rapp-keppni

0
464
Alli_abstakt

Alli_abstaktAlli Abstrakt, tvítugur rappari úr Reykjavík hefur verið valinn til að keppa fyrir Íslands hönd í úrslitum eins konar Norðurlandamóts í Rappi. Úrslitakvöld Rap It Up keppninnar verður haldið í Stokkhólmi 14. október næstkomandi, en þá munu fimm rapparar, einn frá hverju Norðurlanda troða upp að viðstaddri dómnefnd sem síðan mun velja besta rapparann.

Undanfarna mánuði hafa rapparar á Norðurlöndum getað hlaðið upp myndböndum á heimasíðu Rap It Up. Nú hefur dómnefnd valið fimm rappara einn frá hverju Norðurlandanna til að keppa til úrslita en auk Alla Abstrakt eru það Fabeldyret, tuttugu og eins árs gamall Kaupmannahafnarbúi, Adam Kanvama, fimmtán ára frá Stokkhólmi, Kaveh, sextán ára Oslóarbúi og Reaktio fimmtán ára frá Tampere.

Sigurlaunin eru andvirði eitt þúsund evra og upptaka undir stjórn the Salazar Brothers í Redline hljóðverinu í Stokkhólmi.

Rap It Up er hluti af samnorrænu verkefni til að brúa bil á milli norrænna ungmenna og hvetja þau til að ræðast við á norrænum málum, efla samskipti og skapa nýja möguleika til aukins skilnings, samlögunar og samræðna. Úrslitakvöldið verða pallborðsumræður um menningu ungmenna, aðlögun innflytjenda og hipphopp á Norðurlöndum og taka þátt í þeim Ametist Azordegan frá Svíþjóð, Redrama frá Finnlandi, Amir Ghomi frá Danmörku og Þorsteinn Lár Ragnarsson úr íslensku rappsveitinni XXX Rotwiler.

Samtök Norrænu félaganna stendur að keppninni ásamt UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar

Sjá nánar: http://www.rapitup.org/