Allir dagar eru mannréttindadagar

0
499

 

Human Rights logo2

10.desember 2014. Vígorð Alþjóðlega Mannréttindadagins í ár, Mannréttindi 365, minnir á grunnhugmynd Mannréttindayfirlýsingarinnar um að allir, alls staðar, alltaf eiga rétt á að njóta mannréttinda til fullnustu. 

 

10.desember 1948 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Mannréttindayfirlýsinguna eða Heimsyfirlýsingu um mannréttindi eins og það var orðað á þeim tíma. Frá þeim tíma hefur 10.desember verið Alþjóða mannréttindadagurinn.

Þema dagsins í dag „Mannréttindi 365“ (#rights365) er áminning um grundvallarsjónarmið Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mannréttindi tilheyra okkur öllum ekki aðeins öllum jafnt heldur binda þau okkur saman sem heimssamfélag.
„Mannréttindayfirlýsingin er jafn öflug og raun ber vitni vegna þess að hún er holdgerfing þess að hugmyndir geta breytt heiminum. Hún felur í sér að mannréttindi eru óskiptanleg kjölfesta, alla 365 daga ársins. Allir dagar eru mannréttindagar, dagar sem við verjum í því skyni að tryggja að allar manneskjur geti öðlast jafnrétti, reisn og frelsi,“ segir Zeid Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.

„Brot hafa verið hindruð. Sjálfstæði og sjáfsstjórn hafa komið til framkvæmda. Margt fólk, en þó ekki allt, hefur öðlast frelsi frá pyntingum, óréttlætanlegri fangelsun, handahófs aftökum, þvinguðum mannshvörfum, ofsóknum og óréttlátri mismunun; auk þess sem tryggður hefur verið aðgangur að menntun, efnahagslegum tækifærum, auðugri menningu og fullnægjandi bjargráðum og heilsugæslu.“

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, hvetur ríki heims í dag til þess að fullnægja þeirri skyldu að vernda mannréttindi á hverjum einasta degi og hvetur jafnframt fólk til þess að krefja ríkisstjórnir reikningsskila. 

„Þetta snýst um réttlæti fyrir einstaklinga, félagslegan stöðugleika og framfarir alls heimsins. Sameinuðu þjóðirnar vernda mannréttindi og við erum stolt af þeirri starfsskyldu. En við gerum það líka vegna þess að þar sem fólk nýtur réttinda blómgast efnahagur og friður ríkir.“

Gangið til liðs við okkur og látið rödd ykkar heyrast á vettvangi embættis Manréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna hér.