Allir eiga ömmu í Dyflinni

0
410

Grandmother in Dublin

Júní 2014. Á yfirborðinu mætti ætla að heimsmeistarkeppni í fótbolta væri skýrt og sýnilegt dæmi um háværa tjáningu þjóðernishyggju.

Óvíða fylkja menn liði á jafn áberandi hátt undir þjóðfánum, syngjandi þjóðsöngva.

Swiss Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic CC BY-NC-ND 2.0En ef betur er að gáð býr flóknari mynd að baki alltumlykjandii fánalitunum á HM. Oft og tíðum eru æstir áhorfendur að hvetja áfram leikmenn sem af ýmsum ástæðum kunna ekki eða líkar ekki við þjóðsöng landsins sem þeir spila fyrir.
Í mörgum liðum eru leikmenn sem eiga rætur að rekja til annara landa; hvort heldur sem er afrísku leikmennirnir í enska, franska og ítalska liðinu, Pólverjarnir í þýska liðinu eða albönsku múslimarnir í svissneska liðinu sem skarta kristna krossinum vinstra megin á brjóstinu á landsliðsbúningnum.

Sviss er raunar forvitnilegt dæmi. Svisslendingar skiptast frá fornu fari í hópa þýsku, frönsku og ítölskumælandi fólks en til viðbótar í þennan þjóðernis hristing bætast í HM-liðið tveir leikmenn af Kosovo-albönskum uppruna og leikmenn af albönskum, tyrkneskum, spænsk/síleskum, króatískum og Fílabeinsstrandar uppruna. Fortíð Englands sem nýlenduveldis birtist í þátttöku fjögurra þeldökkra leikmanna í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum á HM og sigurmark Ítala í sama leik var skorað af leikmanni sem á rætur að rekja til Gana. 

„Óhreint blóð“
Við getum bara velt vöngum yfir því hvað þeim fimm og „hálfa“ leikmanni af afrískum eða blönduðum uppruna fannst um að syngja franska þjóðsönginn, „la Marsaillaise“ þegar þeir stilltu sér upp fyrir fyrsta leik Frakka á HM. Í þjóðsöngnum sem er frá tíma frönsku byltingarinnar, er talað um að úthella útlendu „óhreinu blóði“.

Tiil viðbótar þessum fimm og hálfa voru í liðinu hálfur Spánverji og Karim Benzema. Framherjinn frá Real Madrid er af alsírskum uppruna og er faðir hans „Kabyli“ en svo eru alsírskir Berbar nefndir – frumbyggjar Norður-Afríku. Margir Kabylar hafa Benzema Attribution-ShareAlike 2.0 Generic CC BY-SA 2.0settst að í Frakklandi og er enginn þekktari en sjálfur Zinedine Zidane, stjarna Heimsmeistara Frakka 1998. Rétt eins og Zidane, er Benzema ekkert um það gefið að syngja „Marseillasinn“ fyrir landsleiki. „Öllum er sama hvort ég syng þjóðsönginn eða ekki, ef ég skora þrjú mörk“, sagði Benzema í sjónvarpsviðtali fyrir HM. Og Benzema fór reyndar langleiðina í fyrsta leik Frakka í Brasilíu því hann skoraði tvö mörk og átti skot í markmanninn og inn, sem formlega telst þó sjálfsmark en ekki þriðja mark framherjans knáa.

Fjórir leikmenn af erlendum uppruna byrjðu fyrsta leik Þýskalands gegn Portúgal og eru af tyrkneskum, túnisískum, norskum og ganískum uppruna. Á bekknum sátu svo tveir „Pólverjar“ og einn „Albani“.
„Það er dásamlegt að sjá Þjóðverja tefla fram fótboltalandsliði sem er miklu leyti skipað innflytjendum eða afkomendum þeirra,“ skrifaði bloggarinn og sjónvarpsmaðurinn sívinsæli, Egill Helgason í pistli á Eyjuna. „Þar áttu hinar tvær hryllilegu helstefnur tuttugustu aldarinnar upptök sín – nasismi og kommúnismi….Og landslið Þýskalands eins og það er skipað núna gefur gömlu og nýju hatri og boðendum þess langt nef.“

Amma í Dyflinni, Pristina eða Reykjavík Fáir líta á þjóðerni jafn opnum og skapandi augum og landsliðsþjálfarar í knattspyrnu. Þegar Jackie Charlton sem varð heimsmeistari með Englendingum 1966, var skipaður landsliðsþjálfari Íra, gaf hann sig ættfræðinni á vald. Tókst honum að rekja ættir ýmissra leikmanna til Írlands sem höfðu stundum ekki hugmynd um tengsl sín við eyjuna grænu. „Allir eiga ömmu í Dyflinni“, Germany Attribution-NonCommercial 2.0 Generic CC BY-NC 2.0var viðkvæði Charltons.

Margir leikmenn á HM hafa þurft að gera upp við sig fyrir hvaða land þeir ættu að leika. Fæstir höfðu úr jafn vöndu að ráða og Adnan Januzaj, leikmaður enska liðsins Manchester United þvi hann gat valið úr að minnsta kosti fjórum landsliðum. Januzaj, er fæddur í Brussel í Belgíu og eru foreldrar hans flóttamenn frá Kosovo. Af óvenjulegum og flóknum ástæðum gæti hann leikið fyrir Belgíu, Tyrkland, Serbíu, Albaníu og jafnvel þegar fram líða stundir England og svo Kosovo, ef og þegar landslið þess verður viðurkennt af FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann ákvað að leika fyrir Belgíu og er í liði þeirra í Brasilíu.

Hundruð þúsunda Evrópubúa streymdu í leit að betra lífi til Norður og Suður Ameríku en römm hefur sú taug oft reynst þegar knattspyrna er annars vegar. Í tímans rás hafa margir Argentínumenn kosið að leika fyrir Spán (Alfredo di Stefano) og Brasilíumenn fyrir Portúgal (Deco) og jafnvel Ítalíu (Thiago Motta) og meira að segja Króatíu (Eduardo).Mexiko Attribution-NonCommercial 2.0 Generic CC BY-NC 2.0

Fæstir leika með liði í heimalandinu
Allt að eitt þúsund brasilískir leikmenn freista gæfunnar í Evrópu á hverju einasta ári. Þeir eru ekki einir á báti. Flestar skærustu stjörnurnar á HM leika með liðum utan heimalandsins. Nægir að nefna keppinautana um titilinn besti knattspyrnumaður heims, mörg undanfarin ár þá Lionel Messi frá Argentínu og Christiano Ronaldo frá Portúgal sem báðir leika á Spáni.
Ekki einn einasti leikmaður í byrjunarliði Argentínu í fyrsta leiknum á HM gegn Bosníu-Hersegóvínu, leikur með liði í heimalandinu og aðeins einn leikmaður andstæðinganna! Svipuðu máli er að gegna með mörg önnur lið og og lék aðeins einn leikmaður hjá Brasilíu í heimahögunum og þrír í franska liðnu.
Ensku leikmennirnir voru þó allir heimalingar og allir nema tveir í því ítalska þegar þau áttust við í Brasilíu. En þetta eru undantekningarnar sem sanna regluna.

Engir víkingar á HM? Bíðum nú hæg!

Alls eru fimm leikmenn í bandaríska liðinu sem hafa tvöfaldan þýsk/amerískan ríkisborgararétt auk þess sem þjálfarinn er þýskur.
Ekkert Norðurlandanna fimm tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu og er sérstaklega skarð fyrir skiildi þar sem Zlatan Ibrahimovic, er, Svíinn af bosnísk-króatísku kyni sem leikur í Frakklandi með Paris St. Germain.
Viking Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic CC BY-NC-SA 2.0En raunar rennur víkingablóð í æðum tveggja leikmanna bandaríska liðsins á HM. Mix Diskerud, er fæddur í Noregi og á hann norskan föður og bandaríska móður. Hann hefur þó aldrei búið í Bandaríkjunum og hefur meira að segja leikið unglingalandsleik fyrir Noreg gegn Bandaríkjunum! Þegar „móðurland“ hans falaðist eftir kröftum hans galt hann jáyrði við bóninni og er í leikmannahóp Bandaríkjanna á HM í Brasilíu.

Aron Jóhannsson á íslenska foreldra en fæddist þegar þau voru við nám í Bandaríkjunum og fluttust þau heim áður en hann varð þriggja ára. Aron varð með tíð og tíma knattspyrnumaður og fór svo að bæði íslenska landsliðið og það bandarísku vildu fá hann til liðs við sig. Hann valdi „Stars and stripes“ – röndótta fánann með stjörnunum og varð fyrsti leikmaður af norrænum uppruna til að leika í HM í Brasilíu þegar hann kom inn á í fyrsta leik á 23.mínútu gegn Gana. 

Aron Jóhannsson hefur ekki búið í Bandaríkjunum síðan í barnæsku og man varla mikið eftir fyrstu árunum í fæðingarlandi sínu en hann syngur þó bandaríska þjóðsönginn „the Star Spangled banner“ til heiðurs „landi hinna frjálsu og hugrökku“ sem hann kvaddi þriggja ára gamall.

—————————-

SÞ á HM í Brasilíu

Ban football
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur verið knattspyrnuáhugamaður frá barnsaldri. Hann var viðstaddur opnunarleik HM í São Paulo í Brasilíu. „
„Þessi sameiginlega ástríða er gott dæmi um hvernig íþróttir geta sameinað fólk um allan heim um ágæti liðsheildar, sanngirni og gagnkvæmrar virðingar,“ sagði Ban.
Á sama tíma hafa ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna beitt sér fyrir ýmsum verkefnum og aðgerðum í tengslum við mótið.

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna beita sér gegn mansali og misnotkun barna (UNICEF) og barnavinnu, eins og sjá má hér.  hafa ýtt úr vör herferðinni „Hinir hugrökku eru ekki ofbeldishneigðir“ (‘O valente não é violento’) til höfuðs ofbeldi gegn konum. Þá hafa Alnæmisstofnunin (UNAIDS) og Mannfjöldastofnunin (UNFPA) sameinast um verkefni verkefni gegn alnæmi í verkefni sem ber heitið “Verjum markið”

Myndir: Flickr Commons (Attribution ShareAlike Generic (CC BY-SA 2.0) Ban Ki-moon: UN-photos.