Allir í appelsínugulu!

0
516

24. júlí 2012. UNiTE, herferð framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til höfuðs ofbeldi gegn konum og UN Women hafa tekið höndum saman og skora á alla að klæðast appelsínugulu 25. hvers mánaðar til að styðja þennan málstað. 25. nóvember er alþjóðadagur helgaður baráttunni á hendur ofbeldi gegn konum, en UNiTE herferðin hefur nú lýst 25. hvers mánaðar Appelsínugula daginn – baráttudag gegn þessum vágesti.

Appelsínugulir dagar verða haldnir fram að 57. þingi Ráðsins um stöðu kvenna í mars á næsta ári.

UNiTE herferðin mun einnig kynna til sögunnar borða sem á að vera tákn um þessa baráttu.

Hvað getið þið gert?

1.    Klæðist appelsínugulu 25. júlí
2.    Skorað á aðra að vera í appelsínugulu, birta áskoranir á facebook og tweet
3.    Nota og deila ljósmyndina af UNiTE borðanum
4.    Breyta forsíðumyndinni á Facebook og setja í staðinn mynd af Say No – UniTE facebook-síðunni til að styðja Appelsínugula daginn.

Síðast en ekki síst þá hvetja UN Women á Íslandi landsmenn til að birta myndir af sér í appelsínugulu á Fésbókarsíðu UN Women á Íslandi https://www.facebook.com/unwomen.nc.iceland

 
 https://www.facebook.com/events/501034676577654/

https://www.facebook.com/SayNO.UNiTE