Allsherjarþingið á neyðarfundi um Úkraínu

0
291
Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu ávarpar Allsherjarþingið.UN Photo/Evan Schneider.

Yfir sjötíu ríki gerðust meðflytjendur tilllögu um að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu á fyrstu klukkustund frá því tillagan var lögð fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skaut Úkraínumálinu til Allsherarþingsins og er það aðeins í tíunda skipti sem slíkt gerist frá stofnun samtakanna. Heimild er fyrir því að gera slíkt þegar engin samstaða hefur náðst í ráðinu vegna beitingar neitunarvalds.

Búist er við að atkvæði verði greidd á morgun. Samþykktir Allsherjarþingsins eru ekki bindandi.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana hefur lýst yfir að innrás Rússa sé brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ræðu á Allsherjarþinginu í gær sagði hann að Sameinuðu þjóðirnar hefðu öruggar heimildir fyrir þvi að Rússar hefðu ráðist á skotmörk á borð við íbúðahúsnæði, borgarlega innviði og önnur skotmörk sem eru ekki hernaðarlegs eðlis.

 „Herliðinu ber að snúa aftur til herskálanna. Leiðtogum bera að ræða um friði. Vernda bera óbreytta borgara. Og það verður að virða alþjóðlega mannúðar- og mannréttindalög.“

Aðalframkvæmdastjórinn lýsti einnig áhyggjum af því að Rússland hafi sett kjarnorkuherafla sinn í viðbragðsstöðu.  „Þetta er skelfilega þróun. Ekkert getur réttlætt beitingu kjarnorkuvopna.“

Meir en hálf milljón manna hefur flúið land. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt 20 milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóðum sínum til hjálpar. Samtökin vinna að ákalli til þjóða heims um að fjármagna aðstoð við naðustadda í Úkraínu og þá sem flúið hafa land.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna mun halda sérstakan fund um Úkraínu á fimmtudag.