Allsherjarþingið: endurkoma eftir tveggja ára röskun

0
350
77. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
77. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

Almennar umræður þjóðarleiðtoga á Allsherjarþingi Saameinuðu þjóðanna eru hafnar. Þær standa yfir frá 20.-24.september.

Eftir tveggja ára röskun vegna COVID-19 starfar nú Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, hið 77.í röðinni, á eðlilegan hátt. Auðvitað ber hæst komu oddvita ríkja og ríkisstjórna til New York en ástæða er til að gefa ýmsu öðru gaum á þinginu á meðan það stendur sem hæst frá 12.september og til 27.september.

Ungverji tekur við fundarhamrinum

77.Allsherjarþing SÞ
Csaba Kőrösi forseti 77.Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe

Nýr forseti fylgir nýju Allsherjarþingi. Abdulla Shahid frá Maldives eyjum hefur afhent nýjum forseta Csaba Kőrösi frá Ungverjalandi fundarhamarinn.  Kőrösi er þaulreyndur diplómat og hefur þegar verið varaforseti þingsins 2011-2012.

 Umbreyting menntakerfis

 Að mati Sameinuðu þjóðanna er einn mikilvægasti viðburður innan vébanda Allsherjarþingins að þessu sinni leiðtogafundur um umbreytingu menntamála(Transforming Education Summit) 16.-19.september.

Stund Heimsmarkmiðanna

 Stund Heimsmarkmiðanna (SDG Moment) er að þessu sinni frá 8.30 að morgnin til 10 mánudaginn 19.september, rétt á undan oddvitaumræðum leiðtogafundarins um umbreytingu menntamála. Þar gefst tækifæri til að skerpa á ný athyglina á Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Málefni minnihluta

Konur af kynþætti Lisu í Yunnan í Kína. Mynd: UNDP

Sameinuðu þjóðirnar samþykktu 18.desember 1992 yfirlýsingu um réttindi minnihluta. Hún hefur síðan verið eitt helsta vopnið í þágu pólitískra og borgaralegra, efnahagslega, félagslegra og menningarlegra réttinda einstaklinga sem tilheyra minnihlutahópum. 21.september verður fundur háttsettra fulltrúa sem er liður í árslöngu þrítugsafmæli yfirlýsingarinnar.

Frá 1992 hafa minnihlutahópar orðið bitbein í mörgum átökum  og nægir að nefna fyrrverandi Júgóslavíu, Eþíópíu, Myanmar, Suður-Súdan, Sýrland og Jemen.

Að mati Sameinuðu þjóðirnar glíma þjóðernisminnihlutar við fordæmalaustar áskoranir og hindranir í dag. Í mörgum ríkjum hafa hatursáróður á netinu bæst við aðrar áskorandi og víða þurfa þeir að sæta að vera sviptir borgaralegum réttindum.

Heimsmarkmiðavika

UN News/Abdelmonem Makki

Þrátt fyrir nafnið stendur Heimsmarkmiðavikan (Global Goals Week) yfir í níu daga 16.til 25.september. Meir en 170 aðilar taka þátt í dagskránni og koma úr röðum borgarlegs samfélags, fyrirtkja, fræðasamfélagsins og Sameinuðu þjóða-kerfisins með það að markmiði að efla aðgerðir í þágu Heimsmarkmiðanna.

Margt verður að sjá á fjölmiðlasvæðinu (SDG Media Zone). Lista ræðumanna hér.