Allsherjarþingið styður tilllögur Ban Ki-moon um endurskipulagningu

0
461

15. mars 2007 – Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagði í dag blessun sína yfir umfangsmiklar umbótatillögur sem Ban Ki-moon lagði fram þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra um áramótin.

Meðal annars verður skipaður sérstakur háttsettur afvopnunarfulltrúi og friðargæsludeildin verður endurskipulögð.  
“Ég tel að samþykkt þessara tveggja ályktana sé góð byrjun á samstarfi okkar”, sagði Ban í ræðu á Allsherjarþinginu.”
Allsherjarþingið samþykkti að efla friðargæslu SÞ með því að stokka upp viðkomandi deild og stofna sérstaka stuðningsdeild við friðargæsluverkefni.
Í bréfi sínu til Allsherjarþingsins í síðasta mánuði sagði Ban an breytinga væri þörf vegna aukinnar eftirspurnar. “Fjöldi friðargæsluverkefna hefur aldrei verið fleiri og nú höfum við 100 þúsund manns við störf. Allt bender til að talan hækki á þessu ári.”, sagði hann og benti á að breytingar sem gerðar voru árið 2000 hefðu verið miðaðar við að Friðargæsludeildin réði við að bæta við einu friðargæsluverkefni á ári. 
“Síðustu 36 mánuði hefur níu verkefnum verið ýtt úr vör eða umfang stóraukið og þrjú verkefni eru í startholunum. Á næsta ári gæti fjöldi fjöldi friðargæsluliða á vegum SÞ aukist um allt að 40%”, bætti hann við
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21883&Cr=UN&Cr1=reform