Allsherjarþingið víkur Rússum úr Mannréttindaráðinu

0
476
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um brottvísun Rússlands
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um brottvísun Rússlands. Mynd: UN Phot/Manuel Elías.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun um að svipta Rússland atkvæðisrétti í Mannréttindaráði samtakanna. 93 ríki greiddu atkvæði með tilllögunni, 24 voru á móti en 58 sátu hjá.

Norðurlöndin, Bandaríkin, öll Evrópusambandsríkin og Tyrkland voru á meðal þeirra sem sögðu já, en Brasilía, Indland, Indónesíu og Mexíkó voru í hópi þeirra ríkja sem sátu hjá. Auk Rússlands og Kína, greiddu meðal annars Íran, Kúba, Norður-Kórea, Sýrland og Víetnam atkvæði gegn tillögunni.

Dreifing atkvæða í atkvæðagreiðslunni á skjá.
Dreifing atkvæða í atkvæðagreiðslunni á skjá.

Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að tillagan næði fram að ganga.

Líbýu áður vikið úr ráðinu

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ríki er vikið með þessum hætti úr Mannréttindaráðinu. Líbýa missti sæti sitt 2011 eftir að Múanmar Gaddafí beitti mótmælendur ofríki, en honum var síðar steypt af stóli.

Brottvísun Rússa kemur í kjölfar á birtingu mynda og frétta af voðaverkum í borginni Bútsja, skammt frá Kyiv, höfuðborg Úkraínu.

Sergiy Kyslytsya fastafulltrúi Úkraínu sagði að atburðirnir í Bútsa sýndu hve víðáttufjarri Rússa væru frá því að virða skuldbindingar sínar í mannréttindamálum.

Gennadí Kuzmin vara-fastafulltrúi Rússa talar gegn tillögunni.
Gennadí Kuzmin vara-fastafulltrúi Rússa talar gegn tillögunni. Mynd: UN Photo/Manuel Elías

“Þetta mál er einstakt og því getur ekki verið nema eitt svar við tillögunni.”

Gennady Kuzmin vara-fastafulltrúi Rússlands skoraði á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að greiða atkvæði gegn “tilraun vestrænna ríkja og bandamanna þeirra til að leggja núverandi mannréttindastarf í rúst.”