Sýrland

0
558

Allsherjarþingið fordæmir mannréttindabrot

GA samþykkt Sýrland17. febrúar 2012. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir “umfangsmikil og kerfisbundin” mennaréttindabrot af hálfu sýrlenskra yfirvalda og krefst þess að ríkisstjórnin hætti þegar í stað ofbeldisverkum og verndi íbúana.
 
Allsherjarþingið sem skipað er öllum 193 aðildarríkjum samtakanna samþykkti ályktun sem styður viðleitni Arababandalagsins til að leysa deilurnar í Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja að öryggissveitir hafi drepið yfir 5.400 manns frá því uppreisn hófst í mars.

Þúsundir hafa einnig horfið; 70 þúsund hafa flosnað upp frá heimilum sínum og eru á flótta innanlands en 25 þúsund hafa flúið land.
137 greiddu ályktuninni atkvæði, 12 voru á móti og 17 sátu hjá.

Forseti Allsherjarþingsins Nassir Abdulaziz Al-Nasser og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri lýstu báðir ánægju sinni með ályktunina. Ban sagði að Allsherjarþingið hefði “vísað veginn í átt til póltískrar lausnar og friðsamlegrar framtíðar í Sýrlandi þar sem lýðræði, mannréttindi og reisn sýrlensku þjóðarinnar væru höfð að  leiðarljósi.”
Sendiherra Sýrlands Bashar Ja’afari sagði ályktunina “hlutdræga” og sagði að hún væri í engu samræmi við ástandið í landinu.